Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 9, 2003
..::Ástandið::.. Það er að verða meira ástandið á þessu blessaða bloggi hjá mér, allt út um læri og maga eins og kerlingin orðaði það um árið “úbbs”. Síðast þegar ég bloggaði þá var allt á kafi í snjó en sem betur fer þá er hann nú að verða horfin aftur ;). Ég reyndi að gera allt sem í mínu valdi stóð til að fóðra vesalings snjótittlingana meðan mesta hretið gekk yfir, ekki var annað að sjá en að þeir létu sér veitingarnar vel líka. Ekki spillti það ánæjunni að það bættist mús í fuglahópinn sem lét ekki örfáa tittlinga trufla sig meðan hún saddi hungrið á fuglakorninu ,). En eins og ég sagði þá gekk þetta snjóhret yfir eins og magakveisa og á föstudaginn bónaði ég bílinn úti í góðaveðrinu ,). Í planinu sem ég hafði staðið kófsveittur með snjóskófluna og mokað snjó nokkrum dögum áður :) svo aðframkomin að börn nágrannans héldu að dagar mínir væru taldir ef ég fengi ekki hjálp við verkið ;). Síðastliðið Laugardagsköld var okkur svo boðið í matarveislu hjá Helgu og Jóa og var alveg