..::Ástandið::..
Það er að verða meira ástandið á þessu blessaða bloggi hjá mér, allt út um læri og maga eins og kerlingin orðaði það um árið “úbbs”.
Síðast þegar ég bloggaði þá var allt á kafi í snjó en sem betur fer þá er hann nú að verða horfin aftur ;).
Ég reyndi að gera allt sem í mínu valdi stóð til að fóðra vesalings snjótittlingana meðan mesta hretið gekk yfir, ekki var annað að sjá en að þeir létu sér veitingarnar vel líka. Ekki spillti það ánæjunni að það bættist mús í fuglahópinn sem lét ekki örfáa tittlinga trufla sig meðan hún saddi hungrið á fuglakorninu ,).
En eins og ég sagði þá gekk þetta snjóhret yfir eins og magakveisa og á föstudaginn bónaði ég bílinn úti í góðaveðrinu ,). Í planinu sem ég hafði staðið kófsveittur með snjóskófluna og mokað snjó nokkrum dögum áður :) svo aðframkomin að börn nágrannans héldu að dagar mínir væru taldir ef ég fengi ekki hjálp við verkið ;).
Síðastliðið Laugardagsköld var okkur svo boðið í matarveislu hjá Helgu og Jóa og var alveg rosalega flottur matur hjá þeim. Já það þarf ekki að leita til Jamie Oliver eða Jóa Fel þegar kemur að matargerðinni á þeim bæ, neibb við höfum þetta allt hérna á Dalvík ;).

O moj o moj eg hélt að ég þyrfti ekki að fara út á sjó aftur fyrr en tuttugasta nóvember en svo breyttist það fram að mánaðarmótum vegna vandræðanna á Erlunni, hún er komin niður úr slippnum með nýja stýrið, en þá þurftu þeir endilega að klúðra upptektinni á ljósmótornum Kanadamennirnir, hann fór alveg í döðlur þegar hann var gangsettur, og segir mér svo hugur að Jón vélstjóri hafi hugsað þeim þegjandi þörfina á þeim tímapunkti........
Nú er verið að skrapa saman varahlutum til þess að hægt verði að endurtaka upptektina :(. Já það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi en “SHIT HAPPENS!”. En brottför mín frá Dalvík breytist eins og veðrið þessa dagana, og nýjasta nýtt er að ég fljúgi út til Newfie seinnipart vikunnar. En ætli það borgi sig að vera velta sér of mikið upp úr því það gæti breyst aftur á morgun :).

Jæja ætli maður hætti ekki þessari vitleysu í bili.

Bið almáttugan Guð og hans englahjörð að vaka yfir ykkur og vermda frá öllu illu og vondu.

<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi