Færslur

Sýnir færslur frá apríl 13, 2008
Mynd
..::Eskifjörður on the way::.. Þá er það Eskifjörður, loksins loksins en við ætlum að bruna austur í dag. Einar Már ætlar að nota tækifærið og skella sér í Austfirsku alpana og renna sér á bretti þar, þetta var nú bara kallað Oddskarð þegar ég var að pjakka á skíðum í den tid en það er víst löngu liðin tíð og nú hefur þetta svæði fengið stærra og virðulegra nafn. Mynd dagsins var tekin um það leiti sem ég flutti búferlum frá Eskifirði, gaman verður að sjá hvort það hafa orðið einhverjar breitingar. Læt þetta nægja í dag. Bið heilladísirnar að líta til með ykkur.
Mynd
..::Brúnn sigrar heiminn::.. Drifkeðjusagan endalausa endaði á þann hátt í gær að umboðið fyrir sunnan leysti ekkert út úr tolli í gær en sagðist sennilega gera það fyrir tvö í dag. Ég get ekki séð annað en að það verði orðið of seint fyrir mig, og verð ég víst að bíta í það súra epli að fá þetta bévítans rusl ekki fyrr en eftir helgi, núna er ég komin yfir þetta skúffelsi og nenni ekki að svekkja mig meira á þessu. Það verður sem sagt ongin sleði hafður með austur :(. En þótt gærdagurinn hafi ekki byrjað vel þá endaði hann alveg ágætlega, ég seldi gömul nagladekk sem ég var búin að gleyma að ég ætti. Dugði sú upphæð ríflega fyrir auknu hlutafé í trillunni, en hún hefur verið á floti í allan vetur og hafa hafnargjöldin hrannast upp svo allt var að komast í óefni. Ekki var annað í stöðunni en að hluthafar tækju sig saman í andlitinu og pumpuðu einhverju fjármagni inn í hlutarfjársjóð til öryggis svo að Dalvíkurhöfn sendi ekki Íslensku strandgæsluna á eftir okkur ef svo ólíklega vildi ti...
Mynd
..::Á móti blæs í blíðunni::.. Þetta gæti verið verra hugsaði ég í gær þegar strákurinn í sleðabúðinni sagði mér að keðjan yrði komin í hádeginu í dag, að vísu ekki rétta keðjan en hann þyrfti að stytta hana það tæki enga stund, meira þurfti ekki til að gleðja mig ;). Að vísu frábært sleðaveður í gær og fyrradag en ég lifði í voninni um að geta kannski gert eitthvað á morgun. Seinnipartinn í gær kippti ég svo nagladekkjunum undan hjólinu og fékk mér smá rúnt, bara frábært að taka aðeins í hjólið, á morgun fer ég með það inn á Akureyri í ventlastillingu. Það var ágætt að hreyfa það aðeins því ég þurfti að hita mótorinn aðeins áður en ég skipti um olíu, og náttúrulega að fá fílinginn. Hjólið er auðvitað málið þótt sleði(mótorknúið færiband) slái aðeins á mestu mótorfíknina ;). Í morgun setti ég svo hjólin á kerruna, KTM á leið í stillingu og Thumstarinn, ja hann var bara fyrir í skúrnum svo ég ákvað að taka hann með inneftir og setja hann á sölu. Klukkan 11 var ég svo mættur inneftir og ...
Mynd
..::Stutt gaman en skemmtilegt ;)::.. Það er löngu komin tími á að pikka einhverjar línur inn, en ég kom í frí 2apr og er því í fríi núna :). Þegar ég kom upp á Kanarí var Guðný mætt á svæðið og eyddum við einni viku í vellystingum á Las Palmas, það var lítið annað gert annað en að rölta um í sólinni og hafa það notalegt. Einn dag skruppum við yfir á ensku og heimsóttum Gumma og foreldra hans, Gummi var svo höfðinglegur að sækja okkur á nýja Bensanum niður til Palmas :). 8apr flugum við svo heim, á vellinum hitti ég skóla og fermingarbróður frá Eskifirði sem ég hef ekki séð síðan ég veit ekki hvenær, allavega var svo langt síðan að við höfum sést að það hringdi engum bjöllum hjá honum þegar ég kynnti mig, en þetta rifjaðist allt upp og var mikið gaman hitta hann aftur. Umræddur fermingarbróðir minn heitir Ævar Freyr og var þarna nýgiftur og lukkulegur á heimleið úr brúðkaupsferðinni. Þarna áttaði ég mig á því hvað það er mikil skömm að við höfum ekki haldið neinu sambandi, krakkarnir s...