..::Brúnn sigrar heiminn::..
Drifkeðjusagan endalausa endaði á þann hátt í gær að umboðið fyrir sunnan leysti ekkert út úr tolli í gær en sagðist sennilega gera það fyrir tvö í dag.
Ég get ekki séð annað en að það verði orðið of seint fyrir mig, og verð ég víst að bíta í það súra epli að fá þetta bévítans rusl ekki fyrr en eftir helgi, núna er ég komin yfir þetta skúffelsi og nenni ekki að svekkja mig meira á þessu.
Það verður sem sagt ongin sleði hafður með austur :(.
En þótt gærdagurinn hafi ekki byrjað vel þá endaði hann alveg ágætlega, ég seldi gömul nagladekk sem ég var búin að gleyma að ég ætti. Dugði sú upphæð ríflega fyrir auknu hlutafé í trillunni, en hún hefur verið á floti í allan vetur og hafa hafnargjöldin hrannast upp svo allt var að komast í óefni.
Ekki var annað í stöðunni en að hluthafar tækju sig saman í andlitinu og pumpuðu einhverju fjármagni inn í hlutarfjársjóð til öryggis svo að Dalvíkurhöfn sendi ekki Íslensku strandgæsluna á eftir okkur ef svo ólíklega vildi til að við rúlluðum einhvertímann út úr höfninni á þessu glæsifleyi :).
Og til að gera daginn enn betri þá hringdi Rúnar vinur minn í mig og bauð mér í sleðatúr, nú var komið í minn hlut að prufa Brún.
Brúnn er 1988 árgerð af Arctic Cat vélsleða knúin 500cc loftkældum Suzuki mótor.
Þessi sleði er okkar á milli oftast kallaður rútan enda er beltið á honum svo langt að villtustu vélsleðafrík missa málið, út úr þeim rennur slefa og gengur niður af þeim þvag og saur þegar þeir berja gripinn augum.
En Brúnn man sinn fífil fegurri því hann hefur ekki alltaf verið alin á því fóðri sem honum hentar best, t.d þá var hann fóðraður á blöndu af bensíni og diesel á einhverju tímaskeiði, blöndu sem honum líkaði ákaflega illa, enda þótti hann latur til vinnu á tímaskeiði diesel blöndunnar.
En Rúnar er búin að eyða þó nokkrum tíma í að liðka upp kúplingar og fl ásamt því að reyna að fá eitthvað vit í blöndungana, það hefur skilað því að nú gengur brúnn nokkuð óaðfinnanlega en er þvílíkt erfiður í gang.
Í nýútgefinni leiðbeiningarbók er ekki mælt með að drepið sé á þessu farartæki ef það hefst í gang á annað borð, þú verður ekki sá vinsælasti í hópnum ef þú drepur á Brún!
Það tók okkur Rúnar dágóða stund að koma hraðlestinni í gang en þegar það hafðist þá var bara gaman, við burruðum um allt fjallið á sleðunum , Rúnar á Ski-Doo sleða konunnar og ég á umtöluðum Brún eins og herforingi á leið í orustu.
Ferðin var með eindæmum skemmtileg og hljóðnaði Brúnn aðeins þrisvar í ferðinni, hann var ekkert á því að lata reka sig af stað aftur, en við höfðum hann alltaf í gang fyrir rest og þegar hann gekk þá gaf hann öðrum nýtískulegri farartækjum eftir eftir.
En það má til sannsvegar segja að það hefur orðið þó nokkur þróun í fjöðrunarbúnaði á þeim 20árum síðan Brúnn rann nýbónaður út af færibandinu.
Klukkan var orðin níu í gærkvöldi þegar við komum af fjalli sveittir og sælir, Brúnn fór langt fram úr væntingum okkar og er hið skemmtilegasta leiktæki.
Mynd dagsins stal ég á netinu en hún er tekin inni á Glerárdal þegar yngri bróðir Brúns var prufukeyrður.
Læt þetta duga í bili.
Bið svo fiðraða fylgisengla Guðs almáttugs að fylgja ykkur um vandrataða villustíga lífsins.
Drifkeðjusagan endalausa endaði á þann hátt í gær að umboðið fyrir sunnan leysti ekkert út úr tolli í gær en sagðist sennilega gera það fyrir tvö í dag.
Ég get ekki séð annað en að það verði orðið of seint fyrir mig, og verð ég víst að bíta í það súra epli að fá þetta bévítans rusl ekki fyrr en eftir helgi, núna er ég komin yfir þetta skúffelsi og nenni ekki að svekkja mig meira á þessu.
Það verður sem sagt ongin sleði hafður með austur :(.
En þótt gærdagurinn hafi ekki byrjað vel þá endaði hann alveg ágætlega, ég seldi gömul nagladekk sem ég var búin að gleyma að ég ætti. Dugði sú upphæð ríflega fyrir auknu hlutafé í trillunni, en hún hefur verið á floti í allan vetur og hafa hafnargjöldin hrannast upp svo allt var að komast í óefni.
Ekki var annað í stöðunni en að hluthafar tækju sig saman í andlitinu og pumpuðu einhverju fjármagni inn í hlutarfjársjóð til öryggis svo að Dalvíkurhöfn sendi ekki Íslensku strandgæsluna á eftir okkur ef svo ólíklega vildi til að við rúlluðum einhvertímann út úr höfninni á þessu glæsifleyi :).
Og til að gera daginn enn betri þá hringdi Rúnar vinur minn í mig og bauð mér í sleðatúr, nú var komið í minn hlut að prufa Brún.
Brúnn er 1988 árgerð af Arctic Cat vélsleða knúin 500cc loftkældum Suzuki mótor.
Þessi sleði er okkar á milli oftast kallaður rútan enda er beltið á honum svo langt að villtustu vélsleðafrík missa málið, út úr þeim rennur slefa og gengur niður af þeim þvag og saur þegar þeir berja gripinn augum.
En Brúnn man sinn fífil fegurri því hann hefur ekki alltaf verið alin á því fóðri sem honum hentar best, t.d þá var hann fóðraður á blöndu af bensíni og diesel á einhverju tímaskeiði, blöndu sem honum líkaði ákaflega illa, enda þótti hann latur til vinnu á tímaskeiði diesel blöndunnar.
En Rúnar er búin að eyða þó nokkrum tíma í að liðka upp kúplingar og fl ásamt því að reyna að fá eitthvað vit í blöndungana, það hefur skilað því að nú gengur brúnn nokkuð óaðfinnanlega en er þvílíkt erfiður í gang.
Í nýútgefinni leiðbeiningarbók er ekki mælt með að drepið sé á þessu farartæki ef það hefst í gang á annað borð, þú verður ekki sá vinsælasti í hópnum ef þú drepur á Brún!
Það tók okkur Rúnar dágóða stund að koma hraðlestinni í gang en þegar það hafðist þá var bara gaman, við burruðum um allt fjallið á sleðunum , Rúnar á Ski-Doo sleða konunnar og ég á umtöluðum Brún eins og herforingi á leið í orustu.
Ferðin var með eindæmum skemmtileg og hljóðnaði Brúnn aðeins þrisvar í ferðinni, hann var ekkert á því að lata reka sig af stað aftur, en við höfðum hann alltaf í gang fyrir rest og þegar hann gekk þá gaf hann öðrum nýtískulegri farartækjum eftir eftir.
En það má til sannsvegar segja að það hefur orðið þó nokkur þróun í fjöðrunarbúnaði á þeim 20árum síðan Brúnn rann nýbónaður út af færibandinu.
Klukkan var orðin níu í gærkvöldi þegar við komum af fjalli sveittir og sælir, Brúnn fór langt fram úr væntingum okkar og er hið skemmtilegasta leiktæki.
Mynd dagsins stal ég á netinu en hún er tekin inni á Glerárdal þegar yngri bróðir Brúns var prufukeyrður.
Læt þetta duga í bili.
Bið svo fiðraða fylgisengla Guðs almáttugs að fylgja ykkur um vandrataða villustíga lífsins.
Ummæli
En líklega er þetta bara eins og þegar farið er með góðan bíl í skoðun, hann rennur í gegn athugasemdalaust.
Samt væri nú allt í lagi að fá einhver kvitt fyrir komuna.
Þetta er eins og að koma oboðin í heimsókn einhverstaðar, labba bara inn segja ekki neitt þiggja það sem á boðstólnum er og fara án þess að segja nokkurt einasta orð.
Þegar þú lest þetta þá ertu komin það langt að það er ekki mikil viðbót að kvitta fyrir komuna.
Kv. V.A.