..::Á móti blæs í blíðunni::..
Þetta gæti verið verra hugsaði ég í gær þegar strákurinn í sleðabúðinni sagði mér að keðjan yrði komin í hádeginu í dag, að vísu ekki rétta keðjan en hann þyrfti að stytta hana það tæki enga stund, meira þurfti ekki til að gleðja mig ;).
Að vísu frábært sleðaveður í gær og fyrradag en ég lifði í voninni um að geta kannski gert eitthvað á morgun.
Seinnipartinn í gær kippti ég svo nagladekkjunum undan hjólinu og fékk mér smá rúnt, bara frábært að taka aðeins í hjólið, á morgun fer ég með það inn á Akureyri í ventlastillingu.
Það var ágætt að hreyfa það aðeins því ég þurfti að hita mótorinn aðeins áður en ég skipti um olíu, og náttúrulega að fá fílinginn. Hjólið er auðvitað málið þótt sleði(mótorknúið færiband) slái aðeins á mestu mótorfíknina ;).

Í morgun setti ég svo hjólin á kerruna, KTM á leið í stillingu og Thumstarinn, ja hann var bara fyrir í skúrnum svo ég ákvað að taka hann með inneftir og setja hann á sölu.
Klukkan 11 var ég svo mættur inneftir og byrjaði á að kippa Thumstar hjólinu af kerrunni og það gekk fínt, á meðan ég var að brasa með Thumstar hjólið heyri ég BANG! lít við og þá liggur KTM hjólið á hliðinni á kerrunni “SHIT” maðurinn á verkstæðinu ætlaði að hjálpa til og losa hjólið en honum tókst ekki betur til en svo að hann missti hjólið á hliðinni.
Að mestu virtist hjólið hafa sloppið, aðeins smá rispað á tveim stöðum en þegar betur var að gáð hafði annar vatnskassinn aðeins gengið inn og eitthvað bognað.
Þetta byrjar þá vel og minns ekki mjög glaður, þar sem það sá varla rispu á hjólinu fyrir.
En svona gerast slysin og ekki mikið annað að gera en að vonast til að það verði hægt að rétta það sem bognaði á þess að vatnskassinn fari að leka.
Ég ákvað að leifa honum að hafa hjólið fram á mánudag því hann átti ekki von á að klára það fyrr en á föstudaginn.

Nú var komið að sleðabúðinni, þegar þangað var komið sagðist strákurinn í búðinni ekki hafa haft tíma til að opna það sem kom að sunnan en fór að brasa við að skera upp kassana þegar ég kom, þetta var allt í stíl og engin helv..... drifkeðja. Drengurinn hringdi suður og þá kom í ljós að keðjutussan verður leist úr tolli í dag, einhver misskylningur á ferðinni í gær.
Ef allt gengur upp ætti að vera möguleiki á því að drifkeðjan yrði klár til sendingar í fyrramálið, kannski komin um hádegi á föstudag.
Ég var ekki par hrifin með þessa niðurstöðu, svo virtist sem máttarvöldin hefðu ákveðið að gera þennan dag eins leiðinlegan og hægt var.
Ég nuðaði aðeins í drengnum í búðinni og komst að því að "EF" þetta kemur úr tolli í dag þá væri kannski möguleiki að koma þessu í flug á morgun, en það kemur ekki í ljós fyrr en seinnipartinn í dag :(.
Þessi pakki af mótbyr var eiginlega fullt hús stiga fyrir mig og ég ákvað að fara heim svekktur og sár, hafði ekki einu sinni geð í mér að fara og versla örlítið sem ég ætlaði að gera.

En þetta fer allt einhvernvegin á endanum og ekkert vit í að vera að svekkja sig meira á þessu, þetta gæti sjálfsagt verið verra :).

Læt þetta nægja í bili.

Bið Guð og gæfuna að vaka yfir okkur öllum og vona að ógæfuhjólið fari að snúast okkur í vil, ekki veitir af þessa dagana ;).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi