Færslur

Sýnir færslur frá maí 30, 2004
..::Sól sól skín á mig......::.. Það þarf ekki að kvarta undan veðrinu þessa daga sem ég er búin að stoppa heima núna, maður er steiktur eftir hvern dag. Ég hjólaði fram allan Svarfaðardal í gær og eins langt upp í heljardalsheiðina og snjóalög leifðu, enn vantar nokkuð upp á að það verði fært upp á heiðina en það verður líklega komið þegar maður kemur úr næstu útlegð. Í morgun renndi ég með hjólið í fóstur og fór svo og keypti óværueitur á runnana, blandaði það svo eftir kúnstarinnar reglum og hapði það sterkt, úðaði svo allan trjágróðurinn á landareigninni, ásamt því að restarnar fóru á runnaþyrpingu nágrannans. Ég ætla svo að vona að blessaðir ormarnir hafi svifið inn í eilífðina á kvala eða slæmsku, svona eins og dópistar sem hafa fengið náðarsprautuna. Það er nóg af sumarstússi sem maður varð að ljúka áður en næsta lota tekur við. Við brunuðum svo í bæinn eftir hádegi og keyptum netkapal og fl til að koma tengdasyninum í samband við umheiminn. Í fyrramálið fyrir all
..::Ofát og mörbrennsla::.. Á laugardeginum þrusuðum við austur í Bárðardal í fermingarveislu, á leiðinni austur fórum við Vaðlaheiðina en veðrið skartaði sínu fegursta og það var mikilfenglegt að horfa út Eyjafjörðinn ofan af heiðinni. Sigga dóttir Tóta(FöðurSysturSonur Guðnýar) og Ólu var að fermast og var slegið upp veislu í tilefni þessa áfanga. Þegar við vorum búin að raða í okkur kræsingunum stauluðumst við út í bíl og brunuðum til Akureyrar í aðra fermingarveislu, Andri sonur Ragnheiðar vinkonu okkar var einnig að fermast og var veislan hans haldin á Akureyri. Klukkan var farin að ganga átta þegar við skriðum út í bíl og lölluðum heim á leið, södd og sátt við daginn :). Hvítasunnudagur, ákveðið var að taka daginn á fyrra fallinu og reina að brenna aðeins af fermingarveislukaloríunum frá gærdeginum, í því tilefni var ég komin út með sláttuvélina klukkan hálf tíu og byrjaður að hamast í garðinum, það var létt verk og löðurmanslegt. Ég skrapp svo og ræddi við mann um að taka