..::Ofát og mörbrennsla::..
Á laugardeginum þrusuðum við austur í Bárðardal í fermingarveislu, á leiðinni austur fórum við Vaðlaheiðina en veðrið skartaði sínu fegursta og það var mikilfenglegt að horfa út Eyjafjörðinn ofan af heiðinni. Sigga dóttir Tóta(FöðurSysturSonur Guðnýar) og Ólu var að fermast og var slegið upp veislu í tilefni þessa áfanga. Þegar við vorum búin að raða í okkur kræsingunum stauluðumst við út í bíl og brunuðum til Akureyrar í aðra fermingarveislu, Andri sonur Ragnheiðar vinkonu okkar var einnig að fermast og var veislan hans haldin á Akureyri. Klukkan var farin að ganga átta þegar við skriðum út í bíl og lölluðum heim á leið, södd og sátt við daginn :).
Hvítasunnudagur, ákveðið var að taka daginn á fyrra fallinu og reina að brenna aðeins af fermingarveislukaloríunum frá gærdeginum, í því tilefni var ég komin út með sláttuvélina klukkan hálf tíu og byrjaður að hamast í garðinum, það var létt verk og löðurmanslegt.
Ég skrapp svo og ræddi við mann um að taka hjólið í fóstur meðan ég fer í næsta úthald, það þarf að lappa upp á eldsneytisgeiminn því hann er farin að leka og svo þarf hjólið í skoðun svo að allt verði nú eftir lögum og reglum.
Eftir hádegið málaði ég svo í kring um útihurðina og blettaði kofann þar sem þurfa þótti, bar svo áburð á lóð og runna og vökvaði á eftir.
Stakk upp sandkassann sem ekki hefur verið notaður í mörg ár og setti niður í hann kartöflur, það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út, kannski verður komin einhver uppskeruvottur um fiskidag :).
Þetta er nú það helsta sem gerst hefur hjá mér um helgina.
Bið Guðs útvöldu engla að vaka yfir ykkur.
Á laugardeginum þrusuðum við austur í Bárðardal í fermingarveislu, á leiðinni austur fórum við Vaðlaheiðina en veðrið skartaði sínu fegursta og það var mikilfenglegt að horfa út Eyjafjörðinn ofan af heiðinni. Sigga dóttir Tóta(FöðurSysturSonur Guðnýar) og Ólu var að fermast og var slegið upp veislu í tilefni þessa áfanga. Þegar við vorum búin að raða í okkur kræsingunum stauluðumst við út í bíl og brunuðum til Akureyrar í aðra fermingarveislu, Andri sonur Ragnheiðar vinkonu okkar var einnig að fermast og var veislan hans haldin á Akureyri. Klukkan var farin að ganga átta þegar við skriðum út í bíl og lölluðum heim á leið, södd og sátt við daginn :).
Hvítasunnudagur, ákveðið var að taka daginn á fyrra fallinu og reina að brenna aðeins af fermingarveislukaloríunum frá gærdeginum, í því tilefni var ég komin út með sláttuvélina klukkan hálf tíu og byrjaður að hamast í garðinum, það var létt verk og löðurmanslegt.
Ég skrapp svo og ræddi við mann um að taka hjólið í fóstur meðan ég fer í næsta úthald, það þarf að lappa upp á eldsneytisgeiminn því hann er farin að leka og svo þarf hjólið í skoðun svo að allt verði nú eftir lögum og reglum.
Eftir hádegið málaði ég svo í kring um útihurðina og blettaði kofann þar sem þurfa þótti, bar svo áburð á lóð og runna og vökvaði á eftir.
Stakk upp sandkassann sem ekki hefur verið notaður í mörg ár og setti niður í hann kartöflur, það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út, kannski verður komin einhver uppskeruvottur um fiskidag :).
Þetta er nú það helsta sem gerst hefur hjá mér um helgina.
Bið Guðs útvöldu engla að vaka yfir ykkur.
Ummæli