..::Litlujólin::..
Dagurinn byrjaði á að keyra Einar Má á litlujólin í skólanum, svo sótti ég pakkana frá Hönnu Dóru á pósthúsið, pakkarnir frá henni fá einhverja flýtimeðferð hjá Samskipum ;).
Kalli fékk svo bílinn lánaðan inn á Akureyri en við vorum bara að stússast heima.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því að Jólasnjórinn sé ekki kominn því hér er bara ansi mikill snjór í augnablikinu.
Ég ætlaði að taka mynd af snjónum og húsinu í dag en ekki vildi betur til en svo að myndavélin var akkúrat batteríslaus þegar ég var komin með hana út á götu, en það er bara ég ;). Smellti batteríinu í hleðslu og það verður að bíða betri tíma.
Það er búið að vera ótrúleg leti í mér að setja inn myndir á síðuna mína, ég ætla alltaf að fara að vera duglegur og uppfæra að einhverju viti en svo verður aldrei neitt úr neinu ;(.
Ég spjallaði ansi lengi við Mömmu í dag, og ekki er annað að heyra en að þau blómstri i garðinum. Mér finnst að vísu vera fulllangur vinnudagurinn hjá pabba en það er ka...
Færslur
Sýnir færslur frá desember 14, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Copy....Paste::..
Hvar er eiginlega frumleikinn í okkur ? Ég var að vafra á netinu þegar ég rakst á vísun á “tenglasíðuna mína”, þegar síðan poppaði upp þá kannaðist ég við ansi margt en fannst eitthvað hafa farið úrskeiðis og hugsaði Fuck!! hvað er að gerast er síðan mín komin í gráfíkjur. Þegar betur var að gáð þá var þetta bara alls ekki tengt á mig.
Com on!!!! Ekki dytti mér í hug að afrita þetta svona beint og bæta svo svona kauðalega inn aukatenglum eftir á................................dæmi hver fyrir sig ;).
..:: Mín tenglasíða ::..
..:: Sú Klónaða ::..
Ég er svo sem ekki hissa á því að heimurinn hafi verið hræddur við klónun ef þetta er útkoman ;). Þetta er hálfgert Chernobil afkvæmi ;).
En kannski á maður bara að hafa gaman af þessu og vera ánægður með þetta, en samt fannst mér þetta sorglega afskræmt og var ekki hlátur í huga...........yfirleitt á ég nú samt auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni :)
Úbbs komin miðnótt og ég ekki farin að sof...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hvað fékkstu í skóinn?::..
Vaknaði fyrir allar aldir til að kíkja í skóinn, en það var ekkert í honum ekki einu sinni kartafla. Það verður að segjast að ég var svolítið svekktur út í Bandaleysi jólasvein fyrir þessa yfirsjón, en það var betra að fá ekki neitt frekar en að fá Kartöflu ;)............
Fórum í bæinn(Akureyri) í morgun til að kaupa jólagjafir, en sá þáttur er búin að sitja á hakanum hjá okkur og nú varð að taka á þeim málum svo að við endum ekki í gini jólakattarins. Ég þurfti líka að hitta Hemma vin minn hjá HGV veiðarfærum ;) Hemmi er alltaf með eitthvað nýtt á takteinunum og tilbúin að spá í hlutina með manni.
Það teygðist aðeins úr bæjarferðinni og vorum við ekki komin út á Dallas fyrr en um fjögur. Þá var undirbúningur laufabrauðsgerðarinnar í algleymingi hjá Kalla svo við tæmdum bílinn og brunuðum í gleðina.
Þar var svo skorið og steikt á fullu og tóku allir laukar fjölskyldunnar þátt í gleðinni ;).
Ég svindlaði aðeins þegar ég lenti í hörku Ýsuveiði í...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Magaverkur og skita::..
Það ætlar aldeilis að hanga í þessari magakveisu minni, og ég sem hélt að ég væri komin á beinu brautina í gær.
Í gærkvöldi var belgurinn á mér eins og nuddpottur og ólgaði allur pakkinn með tilbehör ;).
Sem sagt ég er búin að vera tíður gestur hjá Gústafsberg í dag ,) en allt í góðu eins og Þórhallur miðill orðar það svo skemmtilega.
En ég hafði mig þó uppeftir til Gumma í morgun til að hjálpa honum að koma hillu niður í kjallara, fór báðar leiðir á þess að skíta á mig sem má flokka undir afrek miðað við maga og þarmastarfsemina. En galdurinn er að kjaga árfam með samanklemmdar rasskinnar og passa sig á því að hósta hvorki né hnerra ,).
Guðný brá sér í búðina og keypti LGG+ að beiðni sjúklingsins, þetta galdraseið á víst að virka vel við magaóþægindum og í einfeldni minni þá trúi ég því og vældi húsmóðurina af stað :).
Og jóla jóla . Pakkarnir úr Garðinum og Kópavoginum komu ídag, krakkarnir ljómuðu eins og sólir yfir öllum þessum pökkunum. Samk...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kertaveisla::..
Í morgun þegar ég opnaði glyrnurnar var þetta gaddgrindarfrost sem geisaði á Norðurlandi í gær gengið yfir og komin asahláka. Eftir morgunteið fór ég með ruslið sem gleymdist óvart i öskutunnunni hjá okkur þegar aðrir bæjarbúar voru þjónustaðir ;(. Að ruslaleiðangrinum loknum skrapp ég aðeins inn á Akureyri í smá stúss með Kalla en við stoppuðum stutt.
Þegar við komum til Dalvíkur aftur þá kom ég við uppí kirkjugarði og kippti heim útikerti sem ekki vildi loga í á laugardaginn, ég fór með kertið heim bræddi úr því mesta snjóinn og þurrkaði. Svo vætti ég aðeins kveikinn í tjöruhreinsi og svo var brunað með kertið upp í garð aftur. Það logaði núna en eitthvað hefur efnasamsetningin raskast við olíuhreinsiskveikinn því að það logaði full mikið, og ekki bætti úr skák þegar rigndi ofan í sjóðandi heitt vaxið. Hún Helga mín hefur örugglega skemmt sér konunglega yfir þessu kertabrasi mínu, en þetta var eins og með Emil í Kattholti “Þetta átti ekki að fara svona” þetta ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Snjór snjór snjór::..
Það er kalt á dalvíkinni í dag og frostið fór niður í -13°C.
Ég þurfti að moka planið í dag til að koma bílnum inn í hlýjuna en það var það kalt að ég tók bara mesta kúfinn af þessu og tók svo restina á ferðinni ;).
Ég er búin að vera að drepast í magakveisunni og var á tímabili síðastliðna nótt eins og ég hefði gleypt rjómasprautuhylki sem svo hefði tærst í sundur í belgnum á mér.
Já það var með ólíkindum gasmyndunin ,) þessu fylgdi náttúrulega bölvaðir verkir og var ég orðin ansi pirraður á þessu. En þetta hlýtur að ganga yfir eins og önnur óværa.
Í kvöld voru svo Ingunn Kalli Ninna Gummi Soffía Kalli Brynja og Bjarki i mat hjá okkur, ég ætlaði að fasta í dag samkvæmt sjálfshjálpsnarráði við iðrakvefi ú heimilislækninum. En gat ómögulega stillt mig og tók sénsinn á að gúffa í mig, ég vona að mér verði fyrirgefin yfirsjónin ;).
Bæn um fyrirgefningu
Góði Drottinn Guð, ég ætla að gera eins og þú vilt og fyrirgefa öllum eins og þú fyrirgefur mér.
...