..::Litlujólin::..
Dagurinn byrjaði á að keyra Einar Má á litlujólin í skólanum, svo sótti ég pakkana frá Hönnu Dóru á pósthúsið, pakkarnir frá henni fá einhverja flýtimeðferð hjá Samskipum ;).

Kalli fékk svo bílinn lánaðan inn á Akureyri en við vorum bara að stússast heima.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því að Jólasnjórinn sé ekki kominn því hér er bara ansi mikill snjór í augnablikinu.
Ég ætlaði að taka mynd af snjónum og húsinu í dag en ekki vildi betur til en svo að myndavélin var akkúrat batteríslaus þegar ég var komin með hana út á götu, en það er bara ég ;). Smellti batteríinu í hleðslu og það verður að bíða betri tíma.
Það er búið að vera ótrúleg leti í mér að setja inn myndir á síðuna mína, ég ætla alltaf að fara að vera duglegur og uppfæra að einhverju viti en svo verður aldrei neitt úr neinu ;(.

Ég spjallaði ansi lengi við Mömmu í dag, og ekki er annað að heyra en að þau blómstri i garðinum. Mér finnst að vísu vera fulllangur vinnudagurinn hjá pabba en það er kanski betra að hafa nóg fyrir stafni ;).
Annars finnst mér að mamma og pabbi séu ekki í þessum flokk aldraðra sem alltaf er verið að tala um, íbúðir fyrir ellilífeyrisþega, blokkir fyrir aldraða og þessháttar.
En sjálfsagt fer þetta nú allt eftir fólkinu sjálfu og hvernig það er, sumir verða aldrei gamlir meðan aðrir eru fæddir háaldraðir ;)......................

Það er búið að ákveða brottförina á Erlunni, við fljúgum til Boston sunnudaginn 28des og verðum þá komnir til Newfie 29des og geri ég ráð fyrir að fara út þá um kvöldið.

Þorbjörn fyrrverandi skipstjórinn minn, kíkti við í kaffisopa hjá okkur í dag.
Það er alltaf gaman að hitta Þorbjörn og var hann hinn hressasti, við fórum yfir myndamöppuna úr Erlunni og var gaman að sjá hvað skipinu hefur farið fram á þessu ári.

Við Guðný fórum á körfuboltaæfingu með Einari, það var svona fjölskyldutími þar sem við fengum að spreyta okkur með krökkunum og er alveg ótrúlegt hvað krakkarnir eru orðnir góðir í körfunni.
Það virðist vera mikill áhugi hjá strákunum á körfunni og margir hafa varla misst úr æfingu í vetur. Ég held að einu æfingarnar sem Einar hefur misst úr er þegar hann lá lasinn heima ;( og hann er orðin býsna góður þótt ég segi sjálfur frá ;).

Eftir æfinguna stoppuðum við í búðinni og keyptum Jólarjúpuna, þessi rjúpa er í stærra lagi og gengur undir nafninu Kalkún ;).........
Og þá vitið þið hvað við látum ofan í okkur á aðfangadag ;).

Kvöldið var svo með rólegra móti við horfðum á Idolið hjá Kalla og svo komu Edda og Júlli í Engihlíð í heimsókn, þau komu færandi hendi með ægilega fallegt kertahús sem er Engill.



Ætli ég láti ekki staðar numið í blogginu þennan daginn.

Bið Vermdarengla Guðs almáttugs að svífa yfir öllum sem eiga bágt og minna mega sín.
Við hin ætlum að hugsa fallega um náungan og reina að gera þó ekki væri nema eitt góðverk á dag, eða er það ekki.
Gangið á Guðsvegum

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi