..::Hvað fékkstu í skóinn?::..
Vaknaði fyrir allar aldir til að kíkja í skóinn, en það var ekkert í honum ekki einu sinni kartafla. Það verður að segjast að ég var svolítið svekktur út í Bandaleysi jólasvein fyrir þessa yfirsjón, en það var betra að fá ekki neitt frekar en að fá Kartöflu ;)............

Fórum í bæinn(Akureyri) í morgun til að kaupa jólagjafir, en sá þáttur er búin að sitja á hakanum hjá okkur og nú varð að taka á þeim málum svo að við endum ekki í gini jólakattarins. Ég þurfti líka að hitta Hemma vin minn hjá HGV veiðarfærum ;) Hemmi er alltaf með eitthvað nýtt á takteinunum og tilbúin að spá í hlutina með manni.
Það teygðist aðeins úr bæjarferðinni og vorum við ekki komin út á Dallas fyrr en um fjögur. Þá var undirbúningur laufabrauðsgerðarinnar í algleymingi hjá Kalla svo við tæmdum bílinn og brunuðum í gleðina.
Þar var svo skorið og steikt á fullu og tóku allir laukar fjölskyldunnar þátt í gleðinni ;).
Ég svindlaði aðeins þegar ég lenti í hörku Ýsuveiði í Lazy Boy sófanum og dró sjálfsagt eitt tonn af Ýsu sem var náttúrulega utankvóta ;).Vaknaði rétt passlega í pitsuna ;), á eftir lenti Einar svo í sömu lóðningunni í sófanum og það var mun betri veiði hjá honum en mér, eða sannkallað Ýsumok.
Við horfðum svo aðeins á stöð tvö en þar var þáttur sem ekki var hægt að slíta sig frá, þátturinn um lýtaaðgerðirnar á útlitslega vansælu fólki, það var alveg meiriháttar að sjá hvað þetta fólk breyttist og alveg frábært fyrir það.
Guðný hafði skroppið til vinkonu sinnar eftir Laufabrauðið og við Einar hlupum þangað eftir þáttinn, þar munaði engu að ég dræpi ekki hundræfilinn þeirra úr hræðslu en hann var svo hræddur við mig þegar við geystumst inn að hann skreið ýlfrandi undir borð og faldi sig, ég vissi ekki að ég væri svona hræðilegur! En eftir smástund þá tók litla greyið mig í sátt og var hinn ánægðasti með mig.

Þetta eru afrek dagsins hjá mér.

Ég vona svo að þið hafið öll verið þæg og góð í dag, þá er aldrei að vita nema það verði eitthvað fallegt í skónum í fyrramálið.

Munið svo að fara með bænirnar ykkar.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur og passa fyrir öllu vondu og ljótu.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi