..::Snjór snjór snjór::..
Það er kalt á dalvíkinni í dag og frostið fór niður í -13°C.
Ég þurfti að moka planið í dag til að koma bílnum inn í hlýjuna en það var það kalt að ég tók bara mesta kúfinn af þessu og tók svo restina á ferðinni ;).
Ég er búin að vera að drepast í magakveisunni og var á tímabili síðastliðna nótt eins og ég hefði gleypt rjómasprautuhylki sem svo hefði tærst í sundur í belgnum á mér.
Já það var með ólíkindum gasmyndunin ,) þessu fylgdi náttúrulega bölvaðir verkir og var ég orðin ansi pirraður á þessu. En þetta hlýtur að ganga yfir eins og önnur óværa.

Í kvöld voru svo Ingunn Kalli Ninna Gummi Soffía Kalli Brynja og Bjarki i mat hjá okkur, ég ætlaði að fasta í dag samkvæmt sjálfshjálpsnarráði við iðrakvefi ú heimilislækninum. En gat ómögulega stillt mig og tók sénsinn á að gúffa í mig, ég vona að mér verði fyrirgefin yfirsjónin ;).

Bæn um fyrirgefningu
Góði Drottinn Guð, ég ætla að gera eins og þú vilt og fyrirgefa öllum eins og þú fyrirgefur mér.
Góði Guð, fyrirgefðu líka öllum, hvar sem þeir eru og hvað, sem þeir hafa gert.
Láttu alla elska þig.
Amen.


Og þetta eru lokaorðin í dag………..

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi