..::Magaverkur og skita::..
Það ætlar aldeilis að hanga í þessari magakveisu minni, og ég sem hélt að ég væri komin á beinu brautina í gær.
Í gærkvöldi var belgurinn á mér eins og nuddpottur og ólgaði allur pakkinn með tilbehör ;).
Sem sagt ég er búin að vera tíður gestur hjá Gústafsberg í dag ,) en allt í góðu eins og Þórhallur miðill orðar það svo skemmtilega.
En ég hafði mig þó uppeftir til Gumma í morgun til að hjálpa honum að koma hillu niður í kjallara, fór báðar leiðir á þess að skíta á mig sem má flokka undir afrek miðað við maga og þarmastarfsemina. En galdurinn er að kjaga árfam með samanklemmdar rasskinnar og passa sig á því að hósta hvorki né hnerra ,).

Guðný brá sér í búðina og keypti LGG+ að beiðni sjúklingsins, þetta galdraseið á víst að virka vel við magaóþægindum og í einfeldni minni þá trúi ég því og vældi húsmóðurina af stað :).

Og jóla jóla. Pakkarnir úr Garðinum og Kópavoginum komu ídag, krakkarnir ljómuðu eins og sólir yfir öllum þessum pökkunum. Samkvæmt heimilishefðinni var öllum pökkunum raðað upp á fataskáp þar sem við getum starað á þá fram á þorláksmessu þegar þeir fara undir jólatréð.
Ég hringdi suður í Kríuland og tilkynnti komu pakkanna og spjallaði aðeins við mömmu, hún benti mér á að kaupa Imodium, ég ætlaði að gera það á morgun en eftir síðustu heimsókn til Gústafsberg ákvað ég að drífa í pillukaupunum. Þegar þetta er ritað er ég búin að gleypa tvær töflur af undrameðalinu Imodium, vonandi virkar það því að þetta er ekkert sniðugt lengur.

Það er búið að vera rigningarsuddi í allan dag og allur snjórinn sem safnaðist á þakið rann á tröppurnar og fyrir framan bílskúrinn, OHh það varð að moka moka moka en ég held samt að maður hafi gott af þessum mokstri ,).

Loksins rataði jólaskrautið upp úr kjallaranum og eru Guðný og Hjördís búnar að vera á fullu að skreyta, það eru jú að koma jól ;).....................

Í kvöld hringdi svo Andrew vinur minn í mig, hann var vélstjóri hjá mér á Cape Ice í þrjú ár. Núna var hann norðan við Hvítahafið á Rússnensk/Norskum línubát og átti að landa í Múrmansk einhvertímann rétt fyrir hátíð ljóss og friðar.
Það var ansi gaman að heyra í Andrew aftur en því miður gerir maður ekki nóg af því að halda sambandi við vini sína.

Og nú er Hjördís líka farin að blogga svo alltaf bætist við ;)

Vantar ykkur ekki alltaf uppskriftir í Jólabaksturinn? Hér er ein sem þið ættuð að prufa, þetta er gott allt árið um kring.

Uppskrift að hamingju

2 sléttfullir bollar af hamingju
1 hjartafylli af kærleika
2 handfylli af örlæti
slatti af hlátri
1 höfuðfylli af skilningi
Vætið örlátlega með góðvild, látið nóg af trú og einlægni og blandið vel. Breiðið yfir þetta með heilli mannsævi.
Berið svo á borð fyrir alla sem þið mætið
.

Bið og vona að Guð almáttugur væti ykkur huggun og styrk í skammdeginu.

<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi