..::Sandfréttir::.. 3júlí um tvöleitið hættum við veiðum og dóluðum áleiðis inn á Nouadhibou leguna nánar tiltekið inn að bauju no2. Þar kláruðum við að frysta og byrjuðum svo að landa yfir í Omega Bay um fjögur leitið í gær. Þær eru svipaðar þessar landanir, bara misjafnlega mikið vesen, en einhvern vegin siglir maður í gegn um þetta í lága drifinu. Nú erum við að vinna með fraktskipi sem heitir Omega Bay og klárum hann sennilega ekki fyrr en í nótt, þá verður farið á annað skip og haldið áfram að landa þar, eftir það fáum við okkur einn sjortara á drottningunni Reinu ;) áður en haldið verður til veiða aftur. Um miðjan dag í dag mætti lítill Rússatogari á hina síðuna á fraktskipinu til að landa, það er oft hundleiðinlegt að eiga við múringar hérna á legunni vegna straums og vinds og var það akkúrat þannig núna, við lágum þvert á vindinn og var straumurinn svo sterkur að litli Rússinn skrúfaðist upp að fraktaranum eins og hann væri með hliðarskrúfur að aftan og framan, það var ekkert h...
Færslur
Sýnir færslur frá júní 29, 2008
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vöruskipti::.. Það hefur verið blíðuveður hérna hjá okkur síðan við komum úr löndun, kærkomin blíða eftir helv... bræluna sem var dagana fyrir löndun og i lönduninni. Þegar lognið hlær þá er lag að skjótast á milli skipa og skiptast á nauðsynjavörum, dagurinn í dag var einn af þessum dögum þar sem tuðrurnar voru notaðar í vöruskipti, fyrst mætti Gulli á Betunni og sótti trollsónar sem við vorum með handa þeim. Í leiðinni náðum við að skipta á tveimur ostakúlum og 8stk af AA batteríum, Gulli reið sæll og glaður heim á leið með ostakúlurnar og trollsónarinn á meðan Reynir frændi hans smælaði allan hringinn yfir batteríunum. Svo var það tuðran á Geysi sem kom og sótti pakka sem hér var í geimslu, Ingi vélstjóri ákvað að sigla stórbaug báðar leiðir og var ekki annað að sjá en þar væri sigldur heimshornamaður við stjórnvölinn. Auðvitað fylgdi þessari ferð smá bisness, í skiptum fyrir tímarofa fengu þeir eitt kíló af þurrkattarmat og tvær ostakúlur. Kattarmatnum á að reyna að koma ofan í...