
..::Sandfréttir::.. 3júlí um tvöleitið hættum við veiðum og dóluðum áleiðis inn á Nouadhibou leguna nánar tiltekið inn að bauju no2. Þar kláruðum við að frysta og byrjuðum svo að landa yfir í Omega Bay um fjögur leitið í gær. Þær eru svipaðar þessar landanir, bara misjafnlega mikið vesen, en einhvern vegin siglir maður í gegn um þetta í lága drifinu. Nú erum við að vinna með fraktskipi sem heitir Omega Bay og klárum hann sennilega ekki fyrr en í nótt, þá verður farið á annað skip og haldið áfram að landa þar, eftir það fáum við okkur einn sjortara á drottningunni Reinu ;) áður en haldið verður til veiða aftur. Um miðjan dag í dag mætti lítill Rússatogari á hina síðuna á fraktskipinu til að landa, það er oft hundleiðinlegt að eiga við múringar hérna á legunni vegna straums og vinds og var það akkúrat þannig núna, við lágum þvert á vindinn og var straumurinn svo sterkur að litli Rússinn skrúfaðist upp að fraktaranum eins og hann væri með hliðarskrúfur að aftan og framan, það var ekkert h...