Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 13, 2005
..::Vinna vinna::.. Í gær fékk ég símtal þar sem ég var beðin um að fara einn vikutúr á sjó, þótt það sé jú gott að liggja heima þá verður maður eitthvað að gera, þetta er það eina sem hefur dottið upp í hendurnar á mér svo það er ekkert annað að gera en að stinga sér til sunds og vona það besta. Mér skilst að það verði farið út í kvöld en fæ betri staðfestingu á því í á eftir. Hef ekki neinu við þetta að bæta.
Mynd
..::Sorgardagur::.. Sú sorgarfrétt barst mér í morgun að Bára frænka væri dáin, ég verð alltaf ósköp lítill og ráðalaus þegar mér berast svona fréttir, mig langar til að segja svo margt en kem engu frá mér. Ég ætla því að byrja á því að kveikja á kerti til minningar um Báru frænku, elsku frænka hvíldu í friði og ég vona að þér líði vel. Ég bið Guð að passa Kidda og börnin ykkar, alla daga.
Mynd
..::Ninna er orðin kettlingaamma!::.. Tjah ég held barasta að ég hafi komist í gegn um daginn skammastikalaust, annars hefur þeim nú fækkað skammastrika dögunum í seinni tíð þó þetta sé ekki alveg horfið. Einhvernvegin læðist að mér sá grunur að ef skammarstrikunum hefði verið safnað saman og dreift svo “eitt á dag” þá ætti ég enn inni skammt fyrir nokkur ár í viðbót, og gott ef maður yrði ekki að verða nokkur hundruð ára, þ.e.a.s ef það ætti að þynna skammastrikapakkann út í “eitt á dag” en nóg um það núna, ég var nefnilega að hugsa um að skreppa austur og þar eru ættingjar mínir duglegir að minna mig á fyrrnefnd afrek, afrek sem ég er yfirleitt fyrir löngu búin að gleyma hehehe. Já dagurinn leið sem sagt í ró og spekt, ég eyddi drjúgum tíma morgunsins fyrir framan tölvuna, svo keyrði ég gítarinn til Einars í skólann, en ég þurfti að ná í gítarinn og magnarann til Ninnu þar sem stífar hljómsveitaræfingar eru stundaðar í kjallaranum. Hjá Ninnu hafði fjölgað og voru komnir pínulitlir sæ
Mynd
..::Þetta er alveg týpískur ÞÚ!!::.. Hún liggur yfir mér pestin en ég er samt skárri, t.d er flóðbylgjan gengin yfir hehe. Einar Már kom heim úr skólanum í morgun veikur, hann var að drepast í maganum og varð sjóveikur á þurru landi, það heitir víst ælupest hérna á fastalandinu, þetta gekk samt fljótt yfir hjá honum og var hann allur skárri seinnipartinn. Nú voru það snúrurnar sem áttu hug minn allan, og ég þurfti að kaupa nokkrar skrúfur og þá var ég tilbúin í framhaldsmeðferð á snúrunni, en vegna skrúfuleysis og flensu þá féll það verkefni niður um helgina, eitthvað þurfti að saga og bora áður en þær voru tilbúnar fyrir nýjar upphengilínur, en það var spanderað í það 4mm perlon stundum nefnt jólagarn hjá sjómönnum vegna útlitsins og mýktar :). Það fór mestur tíminn í að koma garninu á sinn stað en þetta hafðist samt allt fyrir rest, svo henti ég græjunni upp aftur. Nú erum við sem sagt komin með útisnúrur aftur, en ef þetta helv... drasl guggnar aftur þá fer þetta beina leið í gámana
..::Verður ekki bara að virkja?::.. Vaknaði klukkan þrjú í nótt, og var allur að drepast, beinverkir hausverkur og allur pakkinn, sprangaði fram í eldhús og bruddi í mig einhverjar verkjatöflur svo aftur í bælið. Ekki vildi svefninn þýðast mig og svo var ég með þvílíkt nefrennsli að það hefði mátt sleppa Kárahnjúkavirkjun og bjarga eyjabökkum hehe, það hefði verið nóg að tengja túrbínurnar beint á nasirnar á mér, ég hef fulla trú á að Alcoa hefði getað sett af stað geimferðaáætlun því orkan sem hefði orðið til hefði nægt til að skjóta fína álverinu við Sómastaði út í geim. En það var hvorki virkjað né sett af stað geimferðaáætlun austur á fjörðum, ég varð bara að taka á móti flóðbylgjunni með eldhúspappír, og djö.. getur þetta verið pirrandi, ég gafst fljótlega upp og druslaðist á lappir. Það var ekki margt að gera í stöðunni svo að ég settist við tölvuna og fór að brasa eitthvað, milli þess sem ég reyndi að taka á móti mestu holskeflunum. Ég var að brasa við að gera hreyfimyndir sem é