..::Þetta er alveg týpískur ÞÚ!!::..
Hún liggur yfir mér pestin en ég er samt skárri, t.d er flóðbylgjan gengin yfir hehe.
Einar Már kom heim úr skólanum í morgun veikur, hann var að drepast í maganum og varð sjóveikur á þurru landi, það heitir víst ælupest hérna á fastalandinu, þetta gekk samt fljótt yfir hjá honum og var hann allur skárri seinnipartinn.
Nú voru það snúrurnar sem áttu hug minn allan, og ég þurfti að kaupa nokkrar skrúfur og þá var ég tilbúin í framhaldsmeðferð á snúrunni, en vegna skrúfuleysis og flensu þá féll það verkefni niður um helgina, eitthvað þurfti að saga og bora áður en þær voru tilbúnar fyrir nýjar upphengilínur, en það var spanderað í það 4mm perlon stundum nefnt jólagarn hjá sjómönnum vegna útlitsins og mýktar :). Það fór mestur tíminn í að koma garninu á sinn stað en þetta hafðist samt allt fyrir rest, svo henti ég græjunni upp aftur. Nú erum við sem sagt komin með útisnúrur aftur, en ef þetta helv... drasl guggnar aftur þá fer þetta beina leið í gámana, bölvað Áldrasl og hana nú!.

Nú kom afrekalaus kafli há mér fram yfir kvöldmat.

Í öllum mínum dugnaði þá ákvað ég að setja í uppþvottavélina:
Sp: Guðný gleymirðu að kaupa þvottaefni í uppþvottavélina.
Sv:
Æi já en settu hana bara af stað á þess það er í lagi.
Þetta gat ég náttúrulega ekki sætt mig við og ákvað að fara ekkert eftir þessum tilmælum frúarinnar setja frekar slatta af uppþvottalegi í hólfið þar sem duftið fer vanalega, en Guðný sagði að það mætti alls ekki.
Ég hlýddi því náttúrulega ekki frekar en ég veit ekki hvað og setti samt þvottalög þegar hún sá ekki til, ekki mikið en samt slatta. Svo setti ég græjuna af stað.
Ekki leið á löngu þangað til Einar kom og sagði, “Pabbi það kemur froða út úr uppþvottavélinni. Úbbs shit!!! ég ruddist fram og fór að reyna að þrífa þetta upp en til allrar ólukku var ég gómaður í landhelgi, Guðný þurfti endilega að mæta og minna mig á að ég hefði kannski átt að hlusta, “Þetta er alveg típískur þú!!” sagði hún ekki mjög ánægð, þar sem allt flaut allt í froðu.
Ég held bara að þetta sé rétt hjá henni, það er ekki það að ég meini neitt illt, þetta bara fer svona hjá mér stundum hehehe.
Það tókst svo að koma veslings uppþvottavélinni í gegn um prógrammið, en ég held að henni hafi verið frekar bumbult á tímabili enda rann upp úr henni froðan.
Af þessu dró ég þann lærdóm að það er réttast að nota þvottaduft fyrir uppþvottavélar í þessar óútreiknanlegu maskínur, allavega er must að nota eitthvað lágfreyðandi.
Og svo skemmir ekki fyrir að hlusta á konuna svona öðru hvoru. Ekki veit ég hvort ég missi réttindin á uppþvottavélina eins og á þvottavélina, en ég ætla að reyna að semja um tímabundin reynsluréttindi í kvöld :):).

Læt þetta nægja af froðuvígstöðvunum í dag.

Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur, um vandrataða villustíga lífsins, margur hefur villst af leið í þokunni eða froðunni ;);). Og þeir sem búa svo vel að eiga konu ættu að hlusta á það sem þær hafa fram að færa.........Það er ekki verri vegvísir en hver annar :):).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi