..::Ég fer í fríið ;)::.. Höfum legið hérna inni á legunni rembst við að landa, það er best að fara ekki mörgum orðum um það verk, en það er morgunljóst að hér falla engin Afríkumet í löndunarhraða :). En veðrið hefur verið eins og best er á kosið, brakandi blíða með logni og tilheyrandi skemmtilegheitum, ég notaði tækifærið og smellti léttbátnum út, svo flengdist ég á honum fram og aftur um spegilsléttan hafflötinn dágóða stund. Skrapp aðeins yfir í Geysi sem var hérna inni að landa fiskiméli, aumingja Júlíus var ekki mikið fyrir kött að sjá og greinilegt að hann hafði ekki átt sjö dagana sæla, mér fanst eins og ræfillinn væri bara að drepast en þeir vilja meina að stólpípurnar hafi gert honum gott og hann sé allur að braggast, hann er líka komin í einhverja lyfjameðferð svo það er ennþá von. Eftir Geysisheimsóknina brunaði ég heim á leið en stoppaði örstutta stund hjá Máritönskum fiskimönnum sem voru að draga net hérna á legunni, tæknin var ekki að flækjast fyrir þeim blessuðum, allt...
Færslur
Sýnir færslur frá júlí 20, 2008
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stutt gaman::. Það stóð ekki lengi yfir góða veðrið og var lognið komið á fulla ferð í morgun, helv.. vindsperra endalaust. Í morgun hættum við veiðum og héldum áleiðis inn á tvö bauju þar sem landað verður úr skipinu, teknar umbúðir, vistir og skipt um Íslendinga. Hér um borð eru tveir altmulig menn sem sinna trésmíðum flísalögn og fleiri viðgerðum sem gera þarf innanskips, þessir karlar minna okkur stundum á klaufabárðana Pat & Mat sem einu sinni voru sýndir í sjónvarpinu heima, þetta er ekki illa meint en fyndið hvað þeir eru líkir þessum skemmtilegu sjónvarpshetjum. Auðvitað fór ég að reyna að gramsa eitthvað um þetta upp á netinu og fann fyrir rest heimasíðu Pat & Mat , þar voru þessir þættir til sölu á DVD eða Videospólum. Flottir þættir sem gaman væri að eignast, ég hélt áfram að leita og fann nokkra þætti á YouTube þar geta þeir sem gaman hafa af þessum skemmtilegu körlum endurtekið gömul bros. Þar sem allt var komið á fullt í leit af gömlu skemmtilegu sjónvarpsefn...