..::Stutt gaman::.
Það stóð ekki lengi yfir góða veðrið og var lognið komið á fulla ferð í morgun, helv.. vindsperra endalaust.
Í morgun hættum við veiðum og héldum áleiðis inn á tvö bauju þar sem landað verður úr skipinu, teknar umbúðir, vistir og skipt um Íslendinga.

Hér um borð eru tveir altmulig menn sem sinna trésmíðum flísalögn og fleiri viðgerðum sem gera þarf innanskips, þessir karlar minna okkur stundum á klaufabárðana Pat & Mat sem einu sinni voru sýndir í sjónvarpinu heima, þetta er ekki illa meint en fyndið hvað þeir eru líkir þessum skemmtilegu sjónvarpshetjum.

Auðvitað fór ég að reyna að gramsa eitthvað um þetta upp á netinu og fann fyrir rest heimasíðu Pat & Mat, þar voru þessir þættir til sölu á DVD eða Videospólum. Flottir þættir sem gaman væri að eignast, ég hélt áfram að leita og fann nokkra þætti á YouTube þar geta þeir sem gaman hafa af þessum skemmtilegu körlum endurtekið gömul bros.



Þar sem allt var komið á fullt í leit af gömlu skemmtilegu sjónvarpsefni þá var ekki úr vegi að leita að Línunni, hver man ekki eftir þeim þáttum?
Frábærar teiknimyndir eftir Osvaldo Cavandoli sem allir höfðu gaman af, það er einnig hægt að finna þá þætti á Youtube.
Og ekki skemmir hljóðið fyrir, þarna er talað tungumál sem allir skilja og fer ekki á milli mála við hvað er átt þegar línukarlinn tjáir sig ;).

Læt þetta nægja núna.

Vona svo að heilladísirnar verði á flögri og slái ykkur reglulega í höfuðið með töfrasprotanum ;)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi