Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 1, 2004
Föstudagur 6.ágúst 2004 ..::Fellibylur::.. Það var adeins smá veiðivottur hjá okkur í gær og í dag en hún er smá blessunin. Hitinn er svipaður og verið hefur svo að maður er eins og sveittur grís alla daga, það brunaði fram hjá okkur fellibylur í morgun en við urðum lítið varir við hann þótt aðeins hafi blásið. En það hefur sennilega verið bölvaður ruddi aðeins sunnar því að það reif upp haugasjó. Ég er búin að vera að brasa í Inmarsat-C tækinu í dag, það horfði orði illa fyrir skóglendi veraldar ef ekki hefði verið hægt að stemma stigu við pappírsausturinn sem græjan bunaði út úr sér nánast viðstöðulaust, Á endanum fann ég þetta fína forrit sem er arftaki gamla náttúruskelfisins og heitir "Thrane & Thrane easyMail 1.6", þegar búið var að stilla þetta forrit eftir kúnstarinnar reglun þá horfir betur fyrir regnskógunum :) ásamt því að allt viðmót og vinna er mun notendavænni en gamla Capsatforritið sem var að gera mig brjál. Fiskidagurinn mikli, er að ég held á Dal...
..::Upp & niður::.. Það er ósköp fátæklegt og lítið um þennan dag að segja, maður rúntar um með trolldrusluna í rassgatinu og vonar að það takist að klófesta einhverjar rækjupöddur. En það er með rækjuveiðarnar eins og fiskveiðar, þetta gengur upp og niður og svo óheppilega vill til á þessari bleyðunni að nú er þetta "NIÐUR" en ekki "UPP". Það er sumar á hattinum og yfirborðshitinn á sjónum er 16-18°C, hér lyggur þokan meira og minna yfir öllu eins og teppi, rök hitasvækjan er kæfandi og maður er rennsveittur frá morgni til kvölds. Kannski væru þetta kjöraðstæður fyrir asmasjúka ellilífeyrisþega :). Athugandi fyrir ferðaþjónustuna að huga að því, "hressandi ferð á Flæmska Hattinn":):) einhvern vegi þannig gæti þetta litið út í auglýsingarbæklingnum. En ekki meira um það. Klukkan tifar áfram á sama gamla hraðanum og dagarnir líða einn af öðrum, hver með sínum uppákomum og viðfangsefnum...
..::Suðurkantur::.. Erum í suðurkannti að rembast við að snara einhverjar rækupöddur með dapurlegum árangri. Ljósi punkturinn þennan daginn er veðrið, sól og sumarblíða. Flaggarinn hefur sofið uppi á brú í allan dag, hann mætti rauður eins og tómatur rétt áðan til að leysa mig af í mat, ég vona að karlgreyið fái ekki sólsting. Annað er ekki að frétta.
..::Minn tími mun koma!::.. Frekar lágt á manni risið í dag, allt í tómu basli og veseni, fast rifið slitið og á tímabili voru bæði trollin á sjúkrahúsinu. Já það er ekki hægt að segja að ógæfuhjólið snúist manni í vil þessa dagana, en það hítur að koma að því. Maður verður bara að gera orð Jóhönnu að sínum og segja og meina "minn tími mun koma!" Það er lítið annað að segja, aflinn er í samræmi við brasið á okkur, en þetta er keimlíkt út um alla þúfu, lítið um að vera og dollurnar dreifðar um megnið af þúfunni, og allir eru að leita að rækjunni sem ekki vill láta veiða sig, kannski er hún í sumarfríi hver veit? En hér er einn glænýr :):):):) Palli litli spurði mömmu sína af hverju brúðin væri í hvítum kjól í brúðkaupinu? Mamma hans sagði að það væri af því að þær væru hreinar meyjar. Ekki skildi Palli litli alveg svarið svo að hann ákvað að spyrja pabba sinn sömu spurningar. Nú eins og þú veist Palli minn þá eru öll heimilistæki hvít!........svaraði pabbi hans...:) K...
..::Rykmý::.. Litið að segja um þennan dag, og ekkert í boði nema rækjupöddur á stærð við rykmý. Skipin eru dreifð um allan Hatt en engin hefur fundið rækjukökkinn enn :(. Já gæðum lífsins er misskipt þessa dagana, en vonandi rætist úr þessu áður en langt um líður Vona að helgin hafi verið ánæguleg hjá ykkur.
..::Pakkaafgreiðsla & Eldskírn::.. Kiddi frændi kom á tuðrunni og sótti blaðapokann sinn og einhverja varahluti fyrir Borgina í gærkvöldi, ég var búin að lofa Kidda að mæta með kassa af KIT KAT súkkulaði en það var svo freistandi að ég var búin að éta allt nema eitt stykki áður en hann kom :), hann fékk þó eitt stykki svo að þetta voru ekki tóm svik ;). Kiddi stoppaði stutt við síðuna hjá okkur en við réttum dótið niður til þeirra og með það voru þeir horfnir út í sortann. Það er aldeilis eldskírnin sem maður fær núna með því að hitta beint í þessa ördeiðu, ekki hjálpar manni að það er búið að vera tómt bras á þessu hjá mér síðan við mættum á þúfuna. En maður lifir í voninni um að þetta skáni lagist þegar líður á túrinn :) er ekki sagt að fall sé faraheill eða hvað? Vona að heilladísin fari að strá yfir okkur öll hamingju og gæfu.
Laugardagur 31.7.2004 ..::Stillingaratriði::.. Jæja þá erum við Janis flaggari búnir að æfa okkur aðeins með flottroll :), köstuðum klukkan fjögur í nótt og hífðum klukkan tíu, það var búið að vera eitthvað ástand á þessu hjá karlinum, trollið sat illa og vildi helst ekki vera í botni, gapti eins og þarstarungi sem bíður eftir æti án nokkurrar skýringar. Við vorum búnir að ausa á þetta vír, komnir hundrað faðma fram yfir tvöfalt en alltaf var þetta eins og flugdreki og rétt tillti í botninn, humm hvað er eiginlega í gangi hugsaði ég og kippti dræsunni upp eftir stuttan drátt og fórum við Reynir vinnsla yfir trollið og hlerana en fundum ekkert að, helst að hlerarnir voru lítið dregnir. Gerðum smávægilega breytingu og skutum dræsunni í kolgrænt djúpið aftur, en allt var við sama, djö maður djö. Mig grunaði að autotrollið væri að telja vitlaust út svo að ég gramsaði eftir bæklingnum, þegar hann var fundin fann ég þær stærðir sem áttu við í uppsetningu autotrollsins og fór yfir þær,...