Föstudagur 6.ágúst 2004
..::Fellibylur::..
Það var adeins smá veiðivottur hjá okkur í gær og í dag en hún er smá blessunin.
Hitinn er svipaður og verið hefur svo að maður er eins og sveittur grís alla daga, það brunaði fram hjá okkur fellibylur í morgun en við urðum lítið varir við hann þótt aðeins hafi blásið. En það hefur sennilega verið bölvaður ruddi aðeins sunnar því að það reif upp haugasjó.
Ég er búin að vera að brasa í Inmarsat-C tækinu í dag, það horfði orði illa fyrir skóglendi veraldar ef ekki hefði verið hægt að stemma stigu við pappírsausturinn sem græjan bunaði út úr sér nánast viðstöðulaust, Á endanum fann ég þetta fína forrit sem er arftaki gamla náttúruskelfisins og heitir "Thrane & Thrane easyMail 1.6", þegar búið var að stilla þetta forrit eftir kúnstarinnar reglun þá horfir betur fyrir regnskógunum :) ásamt því að allt viðmót og vinna er mun notendavænni en gamla Capsatforritið sem var að gera mig brjál.
Fiskidagurinn mikli, er að ég held á Dalvík í dag eða hvað? Ég ætlaði mér að vera heima þessa helgi en það er einhvern vegin þannig með okkur sjómennina að það er nánast ómögulegt að plana nokkurn skapaðan hlut.
Ég ætla að vona að veðrið leiki við Dalvíkinga þessa helgi, og ég skora á alla sem vettlingi geta valdið og hafa tækifæri til að mæta á Fiskidaginn og fá sér frítt að borða og njóta þess sem uppá verður boðið.
Verst að geta ekki tekið þátt í þessu en það hlítur að koma að mér ;).
Skemmtið ykkur :):):)
..::Fellibylur::..
Það var adeins smá veiðivottur hjá okkur í gær og í dag en hún er smá blessunin.
Hitinn er svipaður og verið hefur svo að maður er eins og sveittur grís alla daga, það brunaði fram hjá okkur fellibylur í morgun en við urðum lítið varir við hann þótt aðeins hafi blásið. En það hefur sennilega verið bölvaður ruddi aðeins sunnar því að það reif upp haugasjó.
Ég er búin að vera að brasa í Inmarsat-C tækinu í dag, það horfði orði illa fyrir skóglendi veraldar ef ekki hefði verið hægt að stemma stigu við pappírsausturinn sem græjan bunaði út úr sér nánast viðstöðulaust, Á endanum fann ég þetta fína forrit sem er arftaki gamla náttúruskelfisins og heitir "Thrane & Thrane easyMail 1.6", þegar búið var að stilla þetta forrit eftir kúnstarinnar reglun þá horfir betur fyrir regnskógunum :) ásamt því að allt viðmót og vinna er mun notendavænni en gamla Capsatforritið sem var að gera mig brjál.
Fiskidagurinn mikli, er að ég held á Dalvík í dag eða hvað? Ég ætlaði mér að vera heima þessa helgi en það er einhvern vegin þannig með okkur sjómennina að það er nánast ómögulegt að plana nokkurn skapaðan hlut.
Ég ætla að vona að veðrið leiki við Dalvíkinga þessa helgi, og ég skora á alla sem vettlingi geta valdið og hafa tækifæri til að mæta á Fiskidaginn og fá sér frítt að borða og njóta þess sem uppá verður boðið.
Verst að geta ekki tekið þátt í þessu en það hlítur að koma að mér ;).
Skemmtið ykkur :):):)
Ummæli