;) Sumar ;)
Morraði allt of lengi frameftir í gærmorgun og drattaðist ekki á lappir fyrr en klukkan tíu, þá var Guðný löngu farin í ræktina en ég kúrði bara ;).
Það var rosalega gott veður hjá okkur í gær svo að við feðgarnir hjóluðum út í sundlaug og sulluðum þar í einn og hálfan tíma í sólinni.
Sundaðstaðan hjá Dalvíkingum er til fyrirmyndar og ég mæli með því að þið lítið við þar þegar þið eruð á ferðinni, já þetta er eitthvað annað en sú aðstaða sem maður ólst upp við heima á Eskifirði í den. Gott að maður hlaut ekki heyrnarskaða eftir hávaðan úr dómarablístrunni þegar verið var að reka upp úr eftir tæpan klukkutíma ofan í laug ;(, og ég sem hélt á þeim árum að þetta ætti bara að vera svona.
Hversu oft er maður ekki búin að reka sig á í lífinu með þessháttar hluti?
Í gær fórum við svo að velta okkur upp úr því hvað ætti að gera um helgina og samkvæmt spánni þá leist okkur ekki á að fara austur og ekki suður, en okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt svo að við drógum fr
Færslur
Sýnir færslur frá júní 15, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ég ætlaði nú að vera búin að blogga en það hefur verið eitthvað ástand á www.blogger.com svo að ég hef ekki komist inn á bloggið ;(.
Á laugardaginn skruppum við vestur á Flateyri og heimsóttum Jakob og Kristbjörgu, það var náttúrulega mikið fjör og mikið hlegið, um kvöldið fórum við svo á Vagninn, þar voru mestallir bæjarbúar fyrir utan prestinn sem ekki lét sjá sig.
Við gistum hjá Jakobi og Kristbjörgu um nóttina og hristumst svo til baka á sunnudeginum, með smástoppi á Ísafirði hjá Jónu Lind systur Guðnýar.
Við vorum svo komin aftur til Dalvíkur klukkan 22:30 á sunnudagskvöld og vorum búin að keyra 1236km á tveim dögum, en þetta var alveg frábær ferð og verður hún sett í Hrafnistubankann og endursýnd yfir koníaki ;).
Mánudagsmorgun mætti svo með glampandi sól og blíðu og dró ég sláttuvélina fram gusaði á hana eldsneyti, lækkaði hana niður í formúlu 1 standard og snoðaði lóðina, eða ætti ég frekar að segja sléttaði lóðina?
Þegar sléttuninni var lokið þá krakaði ég þessum str