;) Sumar ;)
Morraði allt of lengi frameftir í gærmorgun og drattaðist ekki á lappir fyrr en klukkan tíu, þá var Guðný löngu farin í ræktina en ég kúrði bara ;).
Það var rosalega gott veður hjá okkur í gær svo að við feðgarnir hjóluðum út í sundlaug og sulluðum þar í einn og hálfan tíma í sólinni.
Sundaðstaðan hjá Dalvíkingum er til fyrirmyndar og ég mæli með því að þið lítið við þar þegar þið eruð á ferðinni, já þetta er eitthvað annað en sú aðstaða sem maður ólst upp við heima á Eskifirði í den. Gott að maður hlaut ekki heyrnarskaða eftir hávaðan úr dómarablístrunni þegar verið var að reka upp úr eftir tæpan klukkutíma ofan í laug ;(, og ég sem hélt á þeim árum að þetta ætti bara að vera svona.
Hversu oft er maður ekki búin að reka sig á í lífinu með þessháttar hluti?

Í gær fórum við svo að velta okkur upp úr því hvað ætti að gera um helgina og samkvæmt spánni þá leist okkur ekki á að fara austur og ekki suður, en okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt svo að við drógum fram tjaldið og tjölduðum því í garðinum, það virtist í fínu lagi, og ekkert til vanbúnaðar að skella sér út í náttúruna eina nótt eða tvær.
En þar sem við erum svo félagslind þá fórum við í að hringja og reina að draga með okkur einhverja ættingja, niðurstaðan úr því er að líklega koma Haddó og Gunni úr höfuðborginni og svo Mamma og Pabbi að austan.
Það lítur sem sagt út fyrir megastuð á okkur um helgina einhverstaðar á Norðurlandi ;), en það verður ekki gefið upp hvar “bara djók!”, stefnt er á Vaglaskóg á Laugardaginn. Annars hefði nú verið gaman að halda lítið örverpisættarmót, svona eins og þeir segja í Séð & Heyrt “GAMAN SAMAN”.
Í dag gráta Englar Guðs á himnum en það held ég að sé eingöngu af gæsku fyrir gróðrinum, og trúi ég því staðfastlega að það verði steik í skóginum á laugar & sunnudag, ekki það að ég hafi nokkur tímann getað spáð um ókomna hluti, en ég verð að játa að ég svindlaði og kíkti á ferðaveðrið fyrir helgina á www.vedur.is þar hljóta þeir að hafa eitthvað nef fyrir þessu, ekki satt?
Og gleymið ekki að brosa, til hvers að sitja í fýlu ef það er hægt að hafa gaman af hlutunum. Og það er alltaf hægt að sjá spaugilegu hlutina í öllu sem við gerum ef vel er að gáð............................................
Og þá er komið að því að finna einhvern brandara handa ykkur..........

Jónas og Guðmundur voru úti að höggva eldivið og Guðmundur hjó af sér annan handlegginn.
Jónas vafði handlegginn í plastpoka og fór með hann og Guðmund til næsta skurðlæknis. Skurðlæknirinn sagði „Þetta er þinn happadagur! Ég er sérfræðingur í að græða limi á aftur. Komdu aftur eftir fjóra klukkutíma.“
Jónas kom aftur eftir fjóra tíma til að ná í vin sinn, en þá sagði skurðlæknirinn „Þetta tók styttri tíma en ég bjóst við. Guðmundur er núna niðri á hverfiskránni að fá sér sopa.“ Jónas fór á krána og þar var Guðmundur að súpa öl og kasta pílum.
Nokkrum vikum síðar voru Jónas og Guðmundur aftur að höggva við og Guðmundur, klaufinn sem hann er, hjó af sér annan fótinn. Jónas pakkaði fætinum inn í plastpoka og fór með hann og Guðmund til læknisins. Læknirinn sagði „Fætur eru erfiðari. Komdu aftur eftir sex tíma.“
Jónas kom aftur eftir sex tíma, en þá tók læknirinn á móti honum og sagði „Ég var fljótari að þessu en ég bjóst við. Guðmundur er úti á fórboltavelli.“ Jónas fór út á fótboltavöll og þar var Guðmundur að spila fótbolta eins og ekkert hefði í skorist.
Nokkrum vikum seinna varð Guðmundur fyrir hræðilegu slysi þegar hann hjó af sér höfuðið. Jónas setti höfuðið í plastpoka og fór með það og Guðmund sjálfan til læknisins. Læknirinn sagði. “Ja, höfuð eru sérlega erfið, en ég get alveg reynt. Komdu aftur eftir tólf tíma.“
Jónas kom aftur eftir tólf tíma og læknirinn sagði „Því miður, ég verð að tilkynna þér að Guðmundur dó.“
„Já, ég skil,“ sagði Jónas. „Höfuð eru sérlega erfið.“
Læknirinn sagði „Nei-nei, það er ekki það. Skurðaðgerðin heppnaðist fullkomlega og mér tókst að tengja höfuðið við líkamann eins og ekkert væri. Guðmundur kafnaði í plastpokanum!



En læt þetta duga í dag.
Bið Guð almáttugan “hann sjálfan” að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð, ég ætla líka að biðja hann um að passa ykkur fyrir öllu vondu og illu sem þrífst í þessari sjúku veröld sem við lifum í.
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi