Færslur

Sýnir færslur frá júlí 6, 2008
Mynd
..::Pass::.. Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja annað en að það er eins og einhver hafi algjörlega óvart rekið sig í on/off takkan sem stjórnar úthlutun til okkar á Siriusi úr fiskistofnum Máritaníu. Síðan við komum út úr síðustu löndun þá hefur verið tregt hjá okkur, við því er víst lítið annað að gera en að reina að anda með nefinu og halda áfram að reina og reina ;). Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott og hefur Vírus notið góðs af fiskileysinu, í stað þess að ég huggi mig á súkkulaði þá hef ég frekar mokað hráu kjöti í Vírus. Í gærkvöldi keyri þó um þverbak þegar ég fyllti á skálina hans með nýsneiddu nautakjöti, félaginn stautaði útbelgdur yfir að skálinni, þefaði örlítið og lagðist svo niður sigraður á sál og líkama, þar lá hann góða stund áður en hann fór að reina að troða meira í sig, með herkjum hafði hann það af að mæða ofan í sig ¾ hluta af úthlutuðum skamti svo skreið hann í bælið sitt og lagðist fyrir. Segir nú frekar frekar fátt af ferfætlingnum um stundarsakir