..::Pass::..
Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja annað en að það er eins og einhver hafi algjörlega óvart rekið sig í on/off takkan sem stjórnar úthlutun til okkar á Siriusi úr fiskistofnum Máritaníu.
Síðan við komum út úr síðustu löndun þá hefur verið tregt hjá okkur, við því er víst lítið annað að gera en að reina að anda með nefinu og halda áfram að reina og reina ;).

Fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott og hefur Vírus notið góðs af fiskileysinu, í stað þess að ég huggi mig á súkkulaði þá hef ég frekar mokað hráu kjöti í Vírus.
Í gærkvöldi keyri þó um þverbak þegar ég fyllti á skálina hans með nýsneiddu nautakjöti, félaginn stautaði útbelgdur yfir að skálinni, þefaði örlítið og lagðist svo niður sigraður á sál og líkama, þar lá hann góða stund áður en hann fór að reina að troða meira í sig, með herkjum hafði hann það af að mæða ofan í sig ¾ hluta af úthlutuðum skamti svo skreið hann í bælið sitt og lagðist fyrir.
Segir nú frekar frekar fátt af ferfætlingnum um stundarsakir, ég geri ráð fyrir að honum hafi orðið bumbult af öllu ketátinu því stuttu seinna ældi hann öllu ketinu á brúargólfið fyrir aftan skipstjórastólinn.
Vírus var nokkuð lukkulegur með æluna því þar með losað um pláss og hann gat troðið í sig restinni af ketinu sem eftir varð í skálinni, þá loks sofnað hann mátulega mettur.

Af frænda hans Júlíusi er það að frétta að hann hefur verið mikið sjúkur, hefur litla greyið ekki átt sjö dagana sæla og á tímabili var búið að sjúkdómsgreina hann með stíflu, voru ýmsar hugmyndir í gangi um hvernig best væri að losa um hana.
Í sveitum Íslands tíðkaðist það fyrr á öldinni að gefa nautgripum þriggja pela flösku af smurolíu við stíflu, það virkaði víst með endæmum vel og segir sagan að strókurinn hafi staðið fleiri metra aftur úr skepnunum fjótlega eftir inntöku smurolíunnar.
En þar sem brúin á Geysi var nýþrifin, olíuverð í hæðstu hæðum, skammta stærðin óþekkt og allt og mörg ef í spilunum þá var snúið frá smurolíulækningunni.
Skipslækninn var nú kallaður til og var fallist á í samráði við hann að gefa krílinu míkrólax í skammti sem hæfir fullorðnum karlmanni, þetta ku hafa virkað vel og var meðferðin svo endurtekin morguninn eftir.
Því miður þá eru vantrúarraddir um að þetta hafi verið rétt sjúkdómsgreining og er greyið litla víst litlu skárri til heilsunnar en hann var fyrir stólpípumeðferðina miklu.
Heima á Íslandi þykir það mjög fínt að fara í stólpípumeðferðir erlendis undir haldleiðslu Jónínu Ben og komast víst færri að en vilja, svo þótt þetta hafi kannski ekki verið rétt sjúkdómsgreining þá gerði þetta Júlíusi örgugglega bara gott ;).

Nú styttist úthaldið hratt og er gert ráð fyrir að við lendum á Kef seint um kvöld 24júlí, já þetta er rétt að bresta á ;);).

Fleira er ekki í fréttum héðan, ég vona að Guð og gæfan verði ykkur innan handar í því sem þið eruð að bjástra við þessa dagana.........yfir og út.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Búin að stilla takkann nú fer þetta að ganga.regnblautar kveðjur úr Kríulandi
Nafnlaus sagði…
Jæja þá eru báðir skuttogararnir frá Eskifirði horfnir,annar kominn í brotajárn og hinn sokkinn í Namibíu, en svona gengur þetta.
Hjördís var í heimsókn í dag og sendi ég þér myndir. knús Mamma

Vinsælar færslur af þessu bloggi