..::Murphy's Law::.. Ég held stundum að það sem er á ensku kallað “Murphy´s Law” eigi samheiti á Íslensku “Hólms Lög”, en það vanalega er meint með þessu er: Það sem hugsanlega getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis!. Nei svona er þetta bara og maður verður að lifa með þessu lagasafni :):). Lögmál Murphy´s 1. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá gerir það. 2. Ekkert er eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. 3. Allt tekur lengri tíma en þú bjóst við. 4. Ef sá möguleiki er fyrir hendi að eitthvað fari úrskeiðis, þá fer það úrskeiðis sem mestu tjóni veldur. 5. Sérhver lausn hefur ný vandamál í för með sér. 6. Brostu í dag, morgundagurinn verður verri. 7. Hlutirnir skemmast í réttu hlutfalli við verðmæti þeirra. 8. Ef þér sýnist hlutirnir ganga vel þá hefur þér yfirsést eitthvað. 9. Hafðu engar áhyggjur þótt þér líði vel, þú kemst yfir það. 10. Það er sama hvað þú leitar lengi að einhverjum hlut, þegar þú ert búin að kaupa hann finnur þú hann á útsölu einhverstaðar annarsstaðar. 11....
Færslur
Sýnir færslur frá nóvember 27, 2005
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Brostnar vonir::.. Ekki eru allar ferðir til fjár, en að því komst ég hressilega í gær þegar ég mætti til skips í þennan bát sem ég ætlaði að ráða mig á. Greinilegt er að við mannfólkið lítum stundum ekki umhverfið sömu augum, það sem einhverjum sýnist fagurt og ómótstæðilegt er í augum annarra ljótt og fráhrindandi. En svona er lífið og til Guðslukku erum við ekki öll steypt í sama mótinu. Eftir stutt stopp í þessum svokallaða bát fór ég með skipstjóranum í mat, fiskibollur á Múlakaffi í boði útgerðarinnar, en eftir matinn afþakkaði ég plássið og bað hann að keyra mig upp á flugvöll. Þannig fór nú sjóferð sú. Ég tók myndavélina með suður en einhverra hluta þá var ég svo kjaftstopp að ég tók enga mynd í bátnum, kannski er bara best að eiga engar myndir hehe. Þegar ég var mættur á flugvöllinn var síðasta vél norður að fara í loftið og ég of seinn, ég hringdi í litlu systur sem sótti mig upp á völl, og gisti ég hjá henni Gunna og litla frænda í nótt, alltaf gott að koma í Stangarhol...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nú held ég að það sé að koma::.. Jæja best að drulla einhverju á blað, en það hefur ekki gerst mikið hjá mér, setti upp nokkrar jólaseríur í gær og enn fleiri í dag. Svo núna er kofinn hægt og sígandi að breytast í glitrandi piparkökuhús hehe. Annars gerðust þau undur og stórmerki í gær að það var hringt í mig og mér boðið stýrimannspláss, þetta er einhver Grálúðunetabátur frá Rvík sem ætlar að taka þátt í að útríma Grálúðustofninum við Ísland, ég gat náttúrulega ekki sagt nei enda atvinnulaus, svo að það verður látið vaða á þetta með trukki og dýfu. Ég geri ráð fyrir að fljúga suður á morgun og fara á sjó fyrir helgi, svo verður bara að sjá hvernig þetta kemur út. Þessi djúpsynti gráslepjulegi flatfiskur verður bara kældur þarna um borð í þessum bát , öðru nafni ísaður. Ég vona að þetta verði aðeins léttara heldur en barningurinn á Tjaldinum þar sem allt var fryst “í höndunum” og burðast með allan aflann í höndunum fram og aftur um vinnsludekkið áður en hann komst í lestina. En sv...