Færslur

Sýnir færslur frá maí 14, 2006
Mynd
..::Framkvæmdafréttir::.. Það er nú eiginlega skammarlegt hvað ég hef verið latur við að uppfæra þetta blogg, en ég reyni að fela mig bak við það að ég hef verið svo mikið að stússast í öðru. Baðuppbyggingin er jú á góðri leið, kemur hægt og bítandi. Er ekki sagt að góðir hlutir gerist hægt, eða eru þetta kannski orð einhvers amlóðans sem notaði þetta til að breiða yfir aumingjaskapinn? Ekki get ég svarað því. En staðan er semsagt þannig að það er búið að klæða veggina setja upp klósettgrindina og leggja hitakerfið í gólfið, ég er líka búin að setja saman baðinnréttinguna sem bíður bísperrt eftir nýju og krefjandi starfi. En það skyggir örlítið á alla framkvæmdagleðina að fína baðkarið er ekki enn komið til landsins svo best ég viti, en vonandi kemur það með sumarskipinu. Núna bíð ég eftir píparanum til að tengja hitalögnina og handklæðaofninn áður en ég get lokað klæðningunni. Í framhaldinu ætti ég að geta gúmmíkvoðað veggina og lagt flísarnar á gólfið. Ekki reikna ég með að komast mi