..::Framkvæmdafréttir::..

Það er nú eiginlega skammarlegt hvað ég hef verið latur við að uppfæra þetta blogg, en ég reyni að fela mig bak við það að ég hef verið svo mikið að stússast í öðru.
Baðuppbyggingin er jú á góðri leið, kemur hægt og bítandi. Er ekki sagt að góðir hlutir gerist hægt, eða eru þetta kannski orð einhvers amlóðans sem notaði þetta til að breiða yfir aumingjaskapinn? Ekki get ég svarað því.
En staðan er semsagt þannig að það er búið að klæða veggina setja upp klósettgrindina og leggja hitakerfið í gólfið, ég er líka búin að setja saman baðinnréttinguna sem bíður bísperrt eftir nýju og krefjandi starfi. En það skyggir örlítið á alla framkvæmdagleðina að fína baðkarið er ekki enn komið til landsins svo best ég viti, en vonandi kemur það með sumarskipinu.
Núna bíð ég eftir píparanum til að tengja hitalögnina og handklæðaofninn áður en ég get lokað klæðningunni. Í framhaldinu ætti ég að geta gúmmíkvoðað veggina og lagt flísarnar á gólfið. Ekki reikna ég með að komast mikið lengra í þessari törn því það er komin á mig útför, jamms 29maí er deadline í þessu fríi.

Setti inn tvo nýja hlekki á heimasíðuna, þeir eru neðst til vinstri, báðir mjög áhugaverðir. Annar er Hótel Sóley og hinn er Stjarnan glermunir, endilega kíkið á þá.

Svo eru komnar einhverjar nýjar myndir inn á myndasíðuna :)....

Þetta er það helsta í bili.
Bið þann sem öllu stjórnar að færa okkur fullan skammt af ljósi hamingju gleði og kærleika ;);)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi