..::Faraldsfótur::. Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi verið á ferðinni undanfarið ;).
Síðastliðinn fimmtudag brunuðum við Hjördís suður til Reykjavíkur og vorum komin í bæinn um sjöleitið um kvöldið.
Kvöldinu eyddi ég í fundarhald og gisti svo nóttina hjá litlu systur ;). Fyrripartinum af föstudeginum eyddi ég svo í útréttingar og spádóma, en brunaði svo norður seinnipartinn og var komin til Dalvíkur klukkan 7:30 á föstudagskvöld.
Bjarki Fannar var í helgarheimsókn hjá okkur og hann og Einar Már voru búnir að hertaka plássið mitt í hjónarúminu ;).
Klukkan 08:00 á laugardagsmorgun var ég svo komin á lappir og farin að búa mig undir ferðalag austur á Eskifjörð.
Klukkan 08:30 brunaði ég svo af stað austur í blíðuveðri, á fjöllunum var örlítil hálka snjóföl yfir öllu og keyrði ég fram á Hreindýrahóp sem var að kroppa við veginn, þar stoppaði ég og smellti nokkrum myndum af dýrunum en hélt svo áfram.
Ég var komin niður á Eskifjörð klukkan 11:30 og þá passaði til að hele fa...
Færslur
Sýnir færslur frá október 26, 2003