..::Herpinót::.. Jæja þá er komið að því ;), við kláruðum að landa um kvöldmatarleitið 26jún og í framhaldinu var haldið áleiðis á veiðar. Um það leiti sem við vorum að klára löndun renndi einn af þessum stóru tré Márabátum fram hjá okkur og kastaði nót “herpinót”. Mér fannst nú ekki vera neitt veður í þetta en þeir kalla ekki allt ömmu sína þessir jaxlar og þeir kláruðu hringinn sem mér fannst bara býsna langur, svo kom annar bátur og tók snurputógið og dróg það. Tæknin er ekkert að flækjast fyrir þeim á þessum bátum og ég held að það sé ekkert spil í þeim, hvorki hand né vélknúið. Allt dregið á höndum nema snurputógið sem hinn báturinn dró. Það var ekki laust við að ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að bisa nótinni um borð aftur, bátskriflið saup oft á og það var nóg að gera í austri hjá körlunum milli þess sem þeir drógu nótina hægt og bítandi. Einhvernvegin hafðist þetta allt á endanum en árangurinn var ekki mikill í þetta skiptið, enda kannski ekki hægt að ætlast til þess þar sem ...
Færslur
Sýnir færslur frá júní 22, 2008
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Einn af þessum dögum::.. Liggjum enn á 10bauju og löndum, það hefur gengið afspyrnu seint og illa og fer misjafnlega í geðið á okkur. Rússadallurinn sem var að landa í sama skip og við var ekkert að flýta sér og blokkeraði okkur á eina lúku fram á miðjan dag, þar fyrir utan hefur þetta allt verið eins og sá svarti með hornin og klaufirnar hafi komist með klærnar í þetta. Í gær voru kafarar að vinna í Rússadallinum og við fengum þá svo til að hreinsa hjá okkur ristarnar á bógskrúfunni og sjóinntökin á skipinu, en þetta var allt orðið stíflað af skel og drullu og ekki vanþörf á því að skafa aðeins af þessu skelina. Þeir byrjuðu seinnipartinn í gær og komu svo aftur í dag til að klára þá vinnu. Klukkan var að verða fimm þegar Duvankoy loksins hundskaðist í burt seinna en von var á, hann hefði að öllu eðlilegu átt að vera farin fyrir þrem dögum en einhvernvegin tókst þeim að treina sér þessa löndun langt fram úr hófi, eiginlega var þetta komið út í bull en það er bara þannig, eitthvað...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Siglt um netið!::.. Þar sem ég hef lítið annað að gera en að bíða eftir að löndun ljúki þá tók ég saman nokkra hlekki á heimasíður skipa sem gaman er að kíkja á, það eru alltaf fleirri og fleirri skip sem halda úti heimasíðum sem gaman að líta við á og sjá hvað menn eru að gera. Því miður er allt of algengt að menn skilji ekki eftir sig spor á þessu rápi og er það miður því ég veit hversu hvetjandi það er ef einhver sýnir því áhuga á því sem verið er að gera, það kostar ekkert að kvitta í gestabækurnar eða skilja eftir kvitt á commentunum. Ef þið vitið um einhverjar fleirri heimasíður skipa þá er ég mótækilegur fyrir hlekkjum á þær :). Hér eru heimasíður nokkurra Íslenskra skipa: Aðalsteinn Jónsson Arnar HU-1 Álsey Bjarni Ólafsson Baldvin Njálsson Brimnes RE 27 Börkur NK Björgvin EA-311 Faxi RE 9 Guðmundur í Nesi Guðmundur VE Huginn VE Hoffell SU Hákon EA 148 Jón Kjartansson Krossey SF Kap VE 4 Kleyfaberg Málmey SK-1 Margrét EA Snorri Sturlusson Sighvatur Bjarnason VE 81 Og hér eru...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nouadhibou Bouy 10::.. Samkvæmt gömlu Íslensku spakmæli þá er betra seint en aldrei :) svo nú hripa ég niður nokkrar línur. Seinnipart 22 Júní vorum við búnir að mæða í dallin fullan og ekkert annað í stöðunni en að hætta veiðum og halda til lands. Undanfarna daga var búið að vera skíta veður á miðunum og ekki hundi út sigandi, 18-22ms og þó nokkur hvika sem gerði okkur mjög erfitt fyrir að ná ásættanlegri ferð við veiðarnar, ég veit að þetta þykir sjálfsagt ekki mikið heima á Íslandi en hér við vesturströnd Afríku er þetta brara bræla. Við erum ekki vanir svona vinndperring hérna og því búnir að sníða okkur stakk eftir því veðurfari sem hér oftast ræður ríkjum, litlum vindi og sléttum sjó. 8050 hestarnir okkar dugðu engan vegin til þegar kom að því að draga veiðarfærið á móti þessu og þurfti því að draga fram úr erminni aukahesta frá einum af ljósmótorunum, það gerði ásandið bærilegra en samt enganvegin nógur kraftur í því að draga á móti veðri og vindum af þessari stærðargráðu, þ...