..::Einn af þessum dögum::..
Liggjum enn á 10bauju og löndum, það hefur gengið afspyrnu seint og illa og fer misjafnlega í geðið á okkur.
Rússadallurinn sem var að landa í sama skip og við var ekkert að flýta sér og blokkeraði okkur á eina lúku fram á miðjan dag, þar fyrir utan hefur þetta allt verið eins og sá svarti með hornin og klaufirnar hafi komist með klærnar í þetta.
Í gær voru kafarar að vinna í Rússadallinum og við fengum þá svo til að hreinsa hjá okkur ristarnar á bógskrúfunni og sjóinntökin á skipinu, en þetta var allt orðið stíflað af skel og drullu og ekki vanþörf á því að skafa aðeins af þessu skelina. Þeir byrjuðu seinnipartinn í gær og komu svo aftur í dag til að klára þá vinnu.
Klukkan var að verða fimm þegar Duvankoy loksins hundskaðist í burt seinna en von var á, hann hefði að öllu eðlilegu átt að vera farin fyrir þrem dögum en einhvernvegin tókst þeim að treina sér þessa löndun langt fram úr hófi, eiginlega var þetta komið út í bull en það er bara þannig, eitthvað sem við réðum ekki við.
Okkar dýpstu væntingar í athugunaraugnabliki eru þær að okkur takist að klára þetta einhvertíman á morgun og þá ættum við að geta siglt á veiðar, en það er ekkert öruggt hérna sunnan siðmenningar.
Liggjum enn á 10bauju og löndum, það hefur gengið afspyrnu seint og illa og fer misjafnlega í geðið á okkur.
Rússadallurinn sem var að landa í sama skip og við var ekkert að flýta sér og blokkeraði okkur á eina lúku fram á miðjan dag, þar fyrir utan hefur þetta allt verið eins og sá svarti með hornin og klaufirnar hafi komist með klærnar í þetta.
Í gær voru kafarar að vinna í Rússadallinum og við fengum þá svo til að hreinsa hjá okkur ristarnar á bógskrúfunni og sjóinntökin á skipinu, en þetta var allt orðið stíflað af skel og drullu og ekki vanþörf á því að skafa aðeins af þessu skelina. Þeir byrjuðu seinnipartinn í gær og komu svo aftur í dag til að klára þá vinnu.
Klukkan var að verða fimm þegar Duvankoy loksins hundskaðist í burt seinna en von var á, hann hefði að öllu eðlilegu átt að vera farin fyrir þrem dögum en einhvernvegin tókst þeim að treina sér þessa löndun langt fram úr hófi, eiginlega var þetta komið út í bull en það er bara þannig, eitthvað sem við réðum ekki við.
Okkar dýpstu væntingar í athugunaraugnabliki eru þær að okkur takist að klára þetta einhvertíman á morgun og þá ættum við að geta siglt á veiðar, en það er ekkert öruggt hérna sunnan siðmenningar.
Mynd dagsins er af hundinum í Azimut(kafarabátnum)
Ummæli