Færslur

Sýnir færslur frá júní 6, 2004
..::53°07N 038°40W::.. Akkurat ekkert að gerast hjá okkur annað en að horfa á rassgatið á Eyborginni, ekki er sú sjón uppörvandi eða mikil næring fyrir sálina. En til lukku þá skildi Skúli eftir eitthvað af bókmentum svo að maður hefur sökkt sér niður í bókalestur, fátt annað er við að vera í lömuðum prammanum. Ragnar hefur einnig náð að fanga athygli mína með mergjuðum lífsreynslusögum úr eigin lífi, það er ekki farið að bera á vöruskorti í sögulagernum hjá Ragga svo það er bjart framundan á þeim vettfangi :). Ég hef ekki náð sambandi við Dolluna í dag en ég er að vonast til að engilfríð ásjóna hennar birtist okkur ekki seinna en annað kvöld, en það skýrist frekar í kvöld þegar við verðum búnir að rotta okkur saman á einhverri leynibylgjunni :). Þá verður það ekki fleira í dag. Bið Guð almáttugan að gefa ykkur góða helgi...............
..::Mjakast::.. Lítið að segja í dag, komin sunnan golukaldi og þetta gengur þokkalega hjá okkur. Það er ósköp lítið við að vera og tíminn er lengi að líða, þó voru karlarnir eitthvað að reina að þrífa uppi á dekki í dag. Náði sambandi við Hrafn í talstöðinni í dag og það gengur fínt hjá honum, hann átti von á að vera í nálægð við okkur seinnipart á laugardag. Annað er ekki að segja héðan. Gangið á Guðsvegum..................................
..::Sumarblíða::.. Klukkan 23:10 í gærkvöldi mætti Eyborgin til að draga okkur, það gekk alveg rosalega vel að tengja vírana enda gerði Geiri þetta eins og best verður á kosið, 23:35 var hann byrjaður að toga okkur af stað á 5.5sml hraða. Eyborgin er helst fræg fyrir að vera það skip sem hlutfallslega hefur verið lengst mest í íslenska flotanum, þótt nú tilheyri hún flota Litháen, mig minnir að það hafi staðið í sjómannaalmanakinu: lengt 199? Íslandsmet!. En þótt Eyborgin sé fjandanum ljótari þá er hún víst ágætis sjóskip og dregur þokkalega, hennar þáttur í þessum drætti er að draga okkur til móts við Erlu(Dolluna) sem átti að leggja upp frá Hafnarfirði í dag, þar er búið að ráða til fararinnar Hrafn nokkurn Heimisson sem var áður skipstjóri á Eyborgu. Strákarnir af Eyborgu notuðu blíðuna til að renna á tuðrunni yfir til okkar, þeir mynduðu fyrir okkur skemdirnar á höfuðmótornum svo að hægt væri að koma því myndrænt á undan okkur til hafnar. Annars hefur þessi dagur verið með ei
..::Jæja loksins::.. Þetta var nú meira ferðalagið á okkur Nonna, ég fór að heiman á miðvikudagsmorgun og flaug suður. Maggi sótti mig á völlinn og skutlaði mér yfir í SÍF þar sm ég sótti flugmiðana og brunaði svo yfir í Garð til foreldra minna, þar stoppaðiu ég þangað til Nonni sótti mig og við fórum út á völl. Flugið til Boston var fínt, við fengum þrigga sæta röð fyrir okkur svo að við gátum breitt úr okkur, en þegar við komum að Boston lentum við í 30mínútna biðflugi út af rigningu, en eftir það gekk allt smurt í gegnum tollinn og upp á hótel. Flugið okkar til Halifax var klukkan 6:30 á fimmtudagsmorgun svo að við þurftum að vera komnir á fætur korter fyrir fimm á fimmtudagsmorgun, það gekk bærilega í tollinum og út í vél en þar máttum við dúsa í 30mín áður en flugstjórinn gafst upp vegna bilunar í siglingartækjum, öllum var smalað inn í flugstöð þar sem reynt var að finna aðrar leiðir fyrir okkur. Þeim leist best á að senda okkur til Toranto og þaðan til St.Johns, og til Torant