..::Jæja loksins::..
Þetta var nú meira ferðalagið á okkur Nonna, ég fór að heiman á miðvikudagsmorgun og flaug suður. Maggi sótti mig á völlinn og skutlaði mér yfir í SÍF þar sm ég sótti flugmiðana og brunaði svo yfir í Garð til foreldra minna, þar stoppaðiu ég þangað til Nonni sótti mig og við fórum út á völl.
Flugið til Boston var fínt, við fengum þrigga sæta röð fyrir okkur svo að við gátum breitt úr okkur, en þegar við komum að Boston lentum við í 30mínútna biðflugi út af rigningu, en eftir það gekk allt smurt í gegnum tollinn og upp á hótel.
Flugið okkar til Halifax var klukkan 6:30 á fimmtudagsmorgun svo að við þurftum að vera komnir á fætur korter fyrir fimm á fimmtudagsmorgun, það gekk bærilega í tollinum og út í vél en þar máttum við dúsa í 30mín áður en flugstjórinn gafst upp vegna bilunar í siglingartækjum, öllum var smalað inn í flugstöð þar sem reynt var að finna aðrar leiðir fyrir okkur. Þeim leist best á að senda okkur til Toranto og þaðan til St.Johns, og til Toranto fórum við, þar var bölvað stapp í tollinum og svo tíndist farangurinn hans Nonna svo að það útheimti allskyns pappírsmál og leiðindi, þegar því lauk brunuðum við með rútu yfir í næsta terminal en þá var tengivélin okkar farin :(. Við máttum dúsa í Toranto til 18 um kvöldið en þá var flogið til St.Johns, við lentum þar rétt fyrir ellefum um kvöldið og þá var farangurinn hans Nonna mættur :). Leigubíll í rigningunni yfir til Hr.Grace þar sem Skúli og Bjössi biðu spentir eftir flugmiðunum, það var tekin púlsinn á prammanum og svo skreið maður í bælið gjörsamlega búin að fá nóg af ferðalaginu.
Föstudagur.
Svaf lítið í nótt og var komin á fætur fyrir allar aldir, það er enn verið að bíða eftir sjóröri og einhverju dóti frá Land & Sea svo að það er allt í rólegheitum hjá okkur.
Dagurinn fór aðallega í bið eftir þessu dóti, en maður reindi líka að vafra eitthvað um pramman til að átta sig betur á staðháttum :).
Klukkan 23 í var svo sleppt og brunað af stað í enn eina ferðina á þessa hundaþúfu.
Laugardagur.
Rólegheitadagur að mestu, þó var örlítill veltingur þangað til Nonni var búin að skjóta dallinn niður með andveltigeiminum.
Við höfum lítið frétt af hattinum og rennum því blint í austurátt :).
Ioli kokkur var með kjúkling í hádeginu og snitsel ala Ioli í kvöld, ekki sem verst :).
Sunnudagur, Sjómannadagurinn.
Byrjuðum að tosa drusluna eftir botninum klukkan 4 í nótt og hífðum í hádeginu afla sem maður hefði verið ánægður með á dollunni en hér eru sjálfsagt meiri væntingar :).
Vinslustjórinn var lukkulegur með rækjuna, maður gat þó glatt einhvern :).
En illa finnst mér þessi prammi stýra, þar hafði dollan vinninginn þótt það væri sjálfsagt það eina sem hún hafði fram yfir þennan pramma.
Að öðru leiti er lítið að segja um þennan dag.
Mánudagur.
Kaldafíla í morgun og hundleiðinlegt að eiga við þetta, en þegar leið á daginn lægði aðeins svo að þetta skánaði eitthvað.
Það er flokkur skipa hérna vestan við okkur eitthvað að kroppa en við höfum haldið okkur utan austan við þvöguna, eitthvað er samt líflegara yfir veiðinni í augnablikinu en verið hefur, kannski er þetta eitthvað að koma upp.
That´s it for to day................
Þriðjudagur.
Vaknaði rétt upp úr sex í morgun við ægilegt högg og svo fór pramminn að skjálfa og titra eins og riðuveik rolla.
Ég þusti fram úr og upp í brú, en þar var allt í orden, flaggarinn var á svipin eins og hann hefði tínt gullúrinu sem hann fékk í fermingargjöf skimandi út um alla glugga, uuu aaa uuu aaa big vibration!¨sagði kappinn mjóróma. Ég fór og ræsti Jón og bað hann að athuga hvort eitthvað væri að gerast í mótorhúsinu en mig grunaði samt frekar að eitthvað hefði farið í skrúfuna. Nonni stökk niður og var fljótur apð finna meinið, einn jafnvægisklossinn af sveifarásnum í aðalvélinni hafði slitnað af ásnum og brotið sig niður í gegn um olíupönnuna, ásamt því að mölva út botnramman á vélinni.
Á þessu átti ég nú ekki von, aðalvélin komin í döðlur á öðrum veiðidegi og við úr leik.
Haft var samband við útgerðina og aðstæður tilkynntar, en það liggur ekkert fyrir annað en að draga vélavana prammann til hafnar.
Seinnipartinn í dag fengum við svo upplýsingar um að það kæmi skip til að draga okkur áleiðist til Hafnarfjarðar í kvöld, en á miðri leið ætti annað skip sem legði af stað frá Íslandi á morgun að taka við drættinum.
Já svona fór sjóferð sú!, þótt henni sé nú ekki enn lokið þá setti þessi morgunstuna höfuðmótorsins endapunkt á veiðarnar og veiðiferðina :(.
Nú erum við búnir að gera allt klárt fyrir dráttinn og bíðum bara eftir að dráttardollan mæti.
Læt þetta nægja í bili.
Bið allar góðar vættir að fylgjast með ykkur og vermda fyrir öllu slæmu og illu.
Þetta var nú meira ferðalagið á okkur Nonna, ég fór að heiman á miðvikudagsmorgun og flaug suður. Maggi sótti mig á völlinn og skutlaði mér yfir í SÍF þar sm ég sótti flugmiðana og brunaði svo yfir í Garð til foreldra minna, þar stoppaðiu ég þangað til Nonni sótti mig og við fórum út á völl.
Flugið til Boston var fínt, við fengum þrigga sæta röð fyrir okkur svo að við gátum breitt úr okkur, en þegar við komum að Boston lentum við í 30mínútna biðflugi út af rigningu, en eftir það gekk allt smurt í gegnum tollinn og upp á hótel.
Flugið okkar til Halifax var klukkan 6:30 á fimmtudagsmorgun svo að við þurftum að vera komnir á fætur korter fyrir fimm á fimmtudagsmorgun, það gekk bærilega í tollinum og út í vél en þar máttum við dúsa í 30mín áður en flugstjórinn gafst upp vegna bilunar í siglingartækjum, öllum var smalað inn í flugstöð þar sem reynt var að finna aðrar leiðir fyrir okkur. Þeim leist best á að senda okkur til Toranto og þaðan til St.Johns, og til Toranto fórum við, þar var bölvað stapp í tollinum og svo tíndist farangurinn hans Nonna svo að það útheimti allskyns pappírsmál og leiðindi, þegar því lauk brunuðum við með rútu yfir í næsta terminal en þá var tengivélin okkar farin :(. Við máttum dúsa í Toranto til 18 um kvöldið en þá var flogið til St.Johns, við lentum þar rétt fyrir ellefum um kvöldið og þá var farangurinn hans Nonna mættur :). Leigubíll í rigningunni yfir til Hr.Grace þar sem Skúli og Bjössi biðu spentir eftir flugmiðunum, það var tekin púlsinn á prammanum og svo skreið maður í bælið gjörsamlega búin að fá nóg af ferðalaginu.
Föstudagur.
Svaf lítið í nótt og var komin á fætur fyrir allar aldir, það er enn verið að bíða eftir sjóröri og einhverju dóti frá Land & Sea svo að það er allt í rólegheitum hjá okkur.
Dagurinn fór aðallega í bið eftir þessu dóti, en maður reindi líka að vafra eitthvað um pramman til að átta sig betur á staðháttum :).
Klukkan 23 í var svo sleppt og brunað af stað í enn eina ferðina á þessa hundaþúfu.
Laugardagur.
Rólegheitadagur að mestu, þó var örlítill veltingur þangað til Nonni var búin að skjóta dallinn niður með andveltigeiminum.
Við höfum lítið frétt af hattinum og rennum því blint í austurátt :).
Ioli kokkur var með kjúkling í hádeginu og snitsel ala Ioli í kvöld, ekki sem verst :).
Sunnudagur, Sjómannadagurinn.
Byrjuðum að tosa drusluna eftir botninum klukkan 4 í nótt og hífðum í hádeginu afla sem maður hefði verið ánægður með á dollunni en hér eru sjálfsagt meiri væntingar :).
Vinslustjórinn var lukkulegur með rækjuna, maður gat þó glatt einhvern :).
En illa finnst mér þessi prammi stýra, þar hafði dollan vinninginn þótt það væri sjálfsagt það eina sem hún hafði fram yfir þennan pramma.
Að öðru leiti er lítið að segja um þennan dag.
Mánudagur.
Kaldafíla í morgun og hundleiðinlegt að eiga við þetta, en þegar leið á daginn lægði aðeins svo að þetta skánaði eitthvað.
Það er flokkur skipa hérna vestan við okkur eitthvað að kroppa en við höfum haldið okkur utan austan við þvöguna, eitthvað er samt líflegara yfir veiðinni í augnablikinu en verið hefur, kannski er þetta eitthvað að koma upp.
That´s it for to day................
Þriðjudagur.
Vaknaði rétt upp úr sex í morgun við ægilegt högg og svo fór pramminn að skjálfa og titra eins og riðuveik rolla.
Ég þusti fram úr og upp í brú, en þar var allt í orden, flaggarinn var á svipin eins og hann hefði tínt gullúrinu sem hann fékk í fermingargjöf skimandi út um alla glugga, uuu aaa uuu aaa big vibration!¨sagði kappinn mjóróma. Ég fór og ræsti Jón og bað hann að athuga hvort eitthvað væri að gerast í mótorhúsinu en mig grunaði samt frekar að eitthvað hefði farið í skrúfuna. Nonni stökk niður og var fljótur apð finna meinið, einn jafnvægisklossinn af sveifarásnum í aðalvélinni hafði slitnað af ásnum og brotið sig niður í gegn um olíupönnuna, ásamt því að mölva út botnramman á vélinni.
Á þessu átti ég nú ekki von, aðalvélin komin í döðlur á öðrum veiðidegi og við úr leik.
Haft var samband við útgerðina og aðstæður tilkynntar, en það liggur ekkert fyrir annað en að draga vélavana prammann til hafnar.
Seinnipartinn í dag fengum við svo upplýsingar um að það kæmi skip til að draga okkur áleiðist til Hafnarfjarðar í kvöld, en á miðri leið ætti annað skip sem legði af stað frá Íslandi á morgun að taka við drættinum.
Já svona fór sjóferð sú!, þótt henni sé nú ekki enn lokið þá setti þessi morgunstuna höfuðmótorsins endapunkt á veiðarnar og veiðiferðina :(.
Nú erum við búnir að gera allt klárt fyrir dráttinn og bíðum bara eftir að dráttardollan mæti.
Læt þetta nægja í bili.
Bið allar góðar vættir að fylgjast með ykkur og vermda fyrir öllu slæmu og illu.
Ummæli