..::Sumarblíða::..
Klukkan 23:10 í gærkvöldi mætti Eyborgin til að draga okkur, það gekk alveg rosalega vel að tengja vírana enda gerði Geiri þetta eins og best verður á kosið, 23:35 var hann byrjaður að toga okkur af stað á 5.5sml hraða.
Eyborgin er helst fræg fyrir að vera það skip sem hlutfallslega hefur verið lengst mest í íslenska flotanum, þótt nú tilheyri hún flota Litháen, mig minnir að það hafi staðið í sjómannaalmanakinu: lengt 199? Íslandsmet!.
En þótt Eyborgin sé fjandanum ljótari þá er hún víst ágætis sjóskip og dregur þokkalega, hennar þáttur í þessum drætti er að draga okkur til móts við Erlu(Dolluna) sem átti að leggja upp frá Hafnarfirði í dag, þar er búið að ráða til fararinnar Hrafn nokkurn Heimisson sem var áður skipstjóri á Eyborgu.
Strákarnir af Eyborgu notuðu blíðuna til að renna á tuðrunni yfir til okkar, þeir mynduðu fyrir okkur skemdirnar á höfuðmótornum svo að hægt væri að koma því myndrænt á undan okkur til hafnar.
Annars hefur þessi dagur verið með eindæmum rólegur, ég hef setið úti á palli seinnipartinn og lesið bók í sólinni.
Búið í dag.
Bið og vona að Guðs englar vaki yfir ykkur öllum hvar sem þið eruð að basla.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi