Færslur

Sýnir færslur frá október 19, 2008
Mynd
..::Þæfingsfærð::.. Það var kafaldssnjór hérna á Dalvík í morgun, ég þurfti að moka tröppurnar, svo bjargaði ég garðhúsgögnunum inn því þau voru bókstaflega að snjóa í kaf. Ætli veturinn sé mættur til að vera, eða er hann bara að sína klærnar? Þær voru frekar vetrarlegar fréttirnar í morgun, ófært á Víkurskarði og snjóflóð á veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, fussum svei. Og enn og aftur af kreppunni, ég heyrði einn ágætan kreppubrandara í morgun. Jón og Siggi voru að ræða saman. Jón: Þessi helvítis kreppa er verri en skilnaður! Siggi: Nú hvað áttu við? Jón: Ég er búin að tapa helmingnum af öllu og sit enn uppi með kerlinguna! Myndin er tekin í morgun....... Þetta verður að duga í bili. Þegar ástandið er orðið svo slæmt að maður heldur að það geti ekki orðið verra, þá er það líklega að byrja að skána. Munið eftir brosinu, það kostar ekki neitt.............
Mynd
..::Á ferð og flugi::.. Ferðalagið heim gekk vonum framar, við fórum systurskipi Síriusar upp til Dakhla, þar vorum við ferjaðir á gúmmíbát yfir í Oríon sem er lítið fraktskip í eigu fyrirtækisins. Oríon er lítill og afllítill en hefur sinnt sínum verkefnum stórslysalaust. Ég tel að litla greyið henti frekar til siglinga á litlum innhöfum eða á vötnum frekar en til úthafsflutninga í Norður Atlandshafi en greinilega voru fyrri eigendur fyrirtækisins ekki á sömu skoðun og ég. Orion skilaði okkur upp að bryggju í Dakhla athugasemdalaust og satt best að segja hreifst ég af aflinu í bógskrúfunni á honum þegar Eiríkur kapteinn var að möndla greyinu upp að. Það gekk fljótt og vel að koma okkur í upp á flugvöll og þaðan flugum við í einum hlandspreng yfir til Cran Canary, í ferðinni með okkur yfir var fjölskylda frá Marocco, þrjár kerlingar og einn karl. Segir nú ekki frekar af ferðum okkar fyrr en við komum í flugvallarrútuna, við vorum flestir komnir inn í rútuna þegar Marocco maðurinn mætti...