..::Þæfingsfærð::..
Það var kafaldssnjór hérna á Dalvík í morgun, ég þurfti að moka tröppurnar, svo bjargaði ég garðhúsgögnunum inn því þau voru bókstaflega að snjóa í kaf.

Ætli veturinn sé mættur til að vera, eða er hann bara að sína klærnar?
Þær voru frekar vetrarlegar fréttirnar í morgun, ófært á Víkurskarði og snjóflóð á veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, fussum svei.

Og enn og aftur af kreppunni, ég heyrði einn ágætan kreppubrandara í morgun.
Jón og Siggi voru að ræða saman.
Jón: Þessi helvítis kreppa er verri en skilnaður!
Siggi: Nú hvað áttu við?
Jón: Ég er búin að tapa helmingnum af öllu og sit enn uppi með kerlinguna!


Myndin er tekin í morgun.......

Þetta verður að duga í bili.

Þegar ástandið er orðið svo slæmt að maður heldur að það geti ekki orðið verra, þá er það líklega að byrja að skána.
Munið eftir brosinu, það kostar ekki neitt.............

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hlakka til að sjá ykkur á morgun, keyrið varlega.

Vinsælar færslur af þessu bloggi