Færslur

Sýnir færslur frá maí 2, 2004
..::Hellirigning::.. Eins og hellt væri úr fötu! Myndi lýsingin á veðrinu í dag vera, og aflinn neei minnist ekkert á það í dag :). Í hádeginu var þvílíkt ausandi vatnsveður að ég ákvað að sleppa úr einu hífoppi og draga bara til kvölds, það hefur ekki verið svo mikið að ég sé ekki ástæðu til að vera neitt að hysja upp um sig brækurnar oftar en nauðsynlegt er, svo er líka athugandi að sjá hvernig svona langhundur virkar. Það er frekar hljótt á bleyðunni og flestir þegja þunnu hljóði, vonast bara til að engin spyrji hvað var í hjá þeim síðast. Ég náði þó að snara æskufélaga mínum (Einari á Andvara) upp í smá kjaftatörn, fórum við um víðan völl og rifjaðist margt upp :). Til dæmis rifjaðist upp eins og spilað af myndbandi, þegar Jónas og fjölskylda ætluðu í sumarfríið á nýmálaða Taunusnum um árið, eitthvað var Jónas nú með hugann við annað þegar hann snaraði eldrauðum vagninum í átt að bensíndælunum á flugsjoppunni, Nilli Siggi kom brunandi út steypugötuna á skellinöðrunni og varð skynd...
..::Blíðuveður::.. Það er blíðuveður á okkur í dag en veiðin er algjör hörmung, ég fór eitthvað að krukka í veiðarfærið í gærkvöldi ef vera skildi að það lagaðist næturveiðin, það hefði ég betur látið ógert því aflinn var núll í nótt og lítið eftir hádegið. Ég bakkaði þeirri breytingu til baka og nú vonar maður bara það besta :) ekki annað hægt. Það var nefnilega smá vottur fyrra holið í gær sem fyllti mig bjartsýni um að nú væri þetta allt að koma, en svo gufaði það upp :(. Ekki varð hún merkileg sængin eftir stórþvottinn og þurrkunina, ég komst að því á endanum að þetta var eitthvert vattteppi sem ómögulegt var að fá dúnsængur líf í, hehe en það mátti reina :). Einhver af stóru döllunum fengu smá vott í gær en það stóð eitthvað stutt við. En allt lekur þetta áfram þótt hægt fari og vonandi verður maður búin að kroppa í magann á dósinni fyrir fiskidaginn :). Vona að þið eigið góða helgi og snjórinn fari að láta undan sumrinu fyrir norðan. Bið allar góðar vættir að fylgjast með ykkur....
..::Sólhattur::.. Það er búið að leika við okkur veðrið þessa fáu daga eftir að við komum út, en þá er það líka upptalið. Illa gengur að temja vörpuna en þó er ögn líflegri árangurinn yfir daginn, en á nóttunni fæst ekki ofan á samloku :(. Ég er steinbit á þessu, samkvæmt öllum lögmálum netagerðar á þetta að virka en samt er eins og það sé einhver kengur í þessu. Það eru náttúrulega ekki bestu aðstæður til að finna út úr þessu meðan veiðin á svæðinu er ekki betri, og þetta veldur mér miklum hugarangri :(. Þetta troll er frábrugðið öðrum trollum að því leiti að á því eru tveir belgir en ekki einn eins og á normal trollum. Samkvæmt útreikningum og reynslu þeirra sem hafa prófað svona troll þá ættu þau að skila upp undir 20% meiri afla en venjulegt troll af sömu stærð vegna betra streymi í gegn. Það versta sem maður hefur heyrt um þetta er að þetta virki ekki verr en einna belgja troll, en því miður virðist sem að svo sé ekki raun hjá okkur. Þessi útgáfa af trolli gengur undir nafninu...
..::Þokast í rétta átt í þokunni::.. Það væri sjálfsagt ekkert gaman af lífinu ef allt kæmi áreynslulaust upp í hendurnar á manni, eða hvað :)?. Það var aðeins skárra hjá okkur í gærkvöldi svo að við virðumst á réttri leið með breytingarnar á trollinu, en mér sýnist að það þurfi örlitla jústeringu enn þangað til ég verð sáttur, en þetta kemur örugglega með tíð og tíma :). Verst hvað er lítið magn af rækju á ferðinni hérna núna þótt einstaklingarnir séu margir, það væri líklega allt fullt af rækju hérna á hattinum ef þær væru allar orðnar 8.3gr, en ég heyrði því miður tölu upp í 520stk/kg í gær sem gerir hvern einstakling 1,9gr æææææææ ekki gott að lenda á þannig holum. Jón lagðist yfir nýja þurrkarann sem kom nýr og bilaður um borð í stoppinu í vor, Lee fékk hann á afslætti út af einhverri beyglu og mér finnst að hann hafi keypt köttinn í sekknum, því þurrkarinn snérist aldrei, en þegar Jón var búi að klappa honum og strjúka og krukka aðeins í hann þá malar þetta eins og köttur :)...
Mynd
..::Djúpur skítur::.. Oft hefur maður nú verið í djúpum skít en núna held ég að hann sé botnlaus, ég er búin að liggja yfir trollinu síðan við fórum út og finn lítið út úr því. Eina sem breyst hefur er að nú verður maður var við rækjuna í öllu trollinu nema pokunum, þar virðist vera skömmtun á afla og er sá skammtur ákaflega rýr að mínu mati, ég er viss um að okkur hefði gengið betur með antikið því miður. Ekki mátti maður nú við þessu áfalli ofan á allt sem á undan hefur gengið, en einhvern vegin virðist það nú svo að ógæfuhjólið vilji ekki hætta að snúast. Líklega væri maður búin að sjá út eilífðarvélina ef virkja mætti kraftinn í þessu bansetta ógæfuhjóli. En hvað sem því líður þá virðast manni allar bjargir bannaðar, og nú er að verða fátt um fín ráð, meira að segja þeir sem allt vita og geta eru hættir að ráðleggja mér úr viskubrunnum sínum hvað best sé að athuga eða gera næst. Einu sinni heyrði ég máltæki sem var eitthvað á þessa leið "Þegar hlutirnir eru orðnir svo slæ...
..::Ekki lýst mér á það!::.. Jæja þá er maður búin að gera eitt hol á þúfunni og var það í stíl við annað sem hér er í gangi. Eitthvað var varpan fiskilegri þegar hún var snöruð inn síðast þótt ekki aflinn aukist frá því sem var hjá þeim félögum mínum síðast, þó mátti sjá nokkur kvikindi lömuð hingað og þangað í netinu. Það er ekki að heyra annað en hér ríki hin versta ördeyða, og ef eitthvað fæst þá er það bara krill eða ónýtt :(. En það eru alltaf ljósir punktar í þessari baráttu, nýjustu fréttir bleyðunnar herma að nú séu fimmtán Norskir togarar búnir að tilkynna komu sína hingað og af þeim er bara einn sem ekki dregur þrjú troll, það verður því líklega fljótskannað hvort það séu einhver kvikindi hér á annað borð, og þá verða þeir orðnir sautján Norsku tortímendurnir. Ekki veit ég hvort ég á að vera eins harðorður og einn félagi minn, þegar hann sagði að það væri gott á Norðmennina að vera á leið hingað, en vissulega er þetta áhyggjuefni. Í þessum skrifuðu orðum var ég að afgreiða...
Mynd
..::Fámennt en góðmennt::.. Við lukum við víratökuna seint í gærkvöldi og brunuðum af stað á miðin, sem betur fer er blíðuveður í dag. En fréttirnar af miðunum ef mið skildi kalla eru ekki beysnar, dauði út um allan hatt, það er þá gáfulegt ef maður þarf að berjast við reiðuleysi ofan á allt annað :(. Það hefur svona smátt og smátt verið að fækka á þessu hjá okkur og þennan túrinn erum við bara 12 um borð og við erum bara tveir Íslenskumælandi, eða ég og Jón. Svo að það er meira en nóg að gera hjá köllunum núna í að splæsa víra og gera trollið klárt, svo þarf að slaka vírnum og strekkja þá á tromlunum og reina að koma vírröðuninni í skikkanlegan farveg, það gekk ágætlega með aðra tromluna í gær hin, þar er allt út og suður :(. Hvað um það þetta hlýtur að koma eins og flest annað. Ég er að vonast til að geta kastað einhverstaðar á hattinum í fyrramálið. Læt þetta nægja í dag. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur.