..::Fámennt en góðmennt::..


Við lukum við víratökuna seint í gærkvöldi og brunuðum af stað á miðin, sem betur fer er blíðuveður í dag. En fréttirnar af miðunum ef mið skildi kalla eru ekki beysnar, dauði út um allan hatt, það er þá gáfulegt ef maður þarf að berjast við reiðuleysi ofan á allt annað :(. Það hefur svona smátt og smátt verið að fækka á þessu hjá okkur og þennan túrinn erum við bara 12 um borð og við erum bara tveir Íslenskumælandi, eða ég og Jón. Svo að það er meira en nóg að gera hjá köllunum núna í að splæsa víra og gera trollið klárt, svo þarf að slaka vírnum og strekkja þá á tromlunum og reina að koma vírröðuninni í skikkanlegan farveg, það gekk ágætlega með aðra tromluna í gær hin, þar er allt út og suður :(. Hvað um það þetta hlýtur að koma eins og flest annað. Ég er að vonast til að geta kastað einhverstaðar á hattinum í fyrramálið. Læt þetta nægja í dag. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi