..::Sólhattur::..
Það er búið að leika við okkur veðrið þessa fáu daga eftir að við komum út, en þá er það líka upptalið.

Illa gengur að temja vörpuna en þó er ögn líflegri árangurinn yfir daginn, en á nóttunni fæst ekki ofan á samloku :(. Ég er steinbit á þessu, samkvæmt öllum lögmálum netagerðar á þetta að virka en samt er eins og það sé einhver kengur í þessu. Það eru náttúrulega ekki bestu aðstæður til að finna út úr þessu meðan veiðin á svæðinu er ekki betri, og þetta veldur mér miklum hugarangri :(. Þetta troll er frábrugðið öðrum trollum að því leiti að á því eru tveir belgir en ekki einn eins og á normal trollum. Samkvæmt útreikningum og reynslu þeirra sem hafa prófað svona troll þá ættu þau að skila upp undir 20% meiri afla en venjulegt troll af sömu stærð vegna betra streymi í gegn. Það versta sem maður hefur heyrt um þetta er að þetta virki ekki verr en einna belgja troll, en því miður virðist sem að svo sé ekki raun hjá okkur. Þessi útgáfa af trolli gengur undir nafninu tveggjabelgja, sokkabuxur, skálmatroll, buxnatroll og nokkur fl nöfn hefur maður heyrt. Matti setti buxnatrollið undir eftir að Antikið sjúskaðast til dauða í síðasta túr, hann barðist hetjulega við þetta þrjá síðustu dagana af túrnum. Eftir þann barning sagði hann "Hörður! Nú er maður ekki lengur með krókinn í rassgatinu! En maður er með brækurnar á hælunum!". Já bév.... en þetta er stundum svona, ekki eru allar ákvarðanir réttar sem maður tekur en það er frekar leiðinlegt að lenda svona upp að vegg með eitthvað sem maður var sannfærður um að ætti að virka. Maður verður að gefa þessu nokkra daga í viðbót og vona að heilladísirnar strái einhverju töfraryki yfir trollið svo að maður geti tekið gleði sína á ný.

Tók sængina mína og óhreina tauið og mokaði því í þvottavél í dag, eftir það fór það svo í nýja nýviðgerða þurrkarann, nú er bara að sjá hvort ekki má færa nýtt líf í sængina sem Hr Matthías arfleiddi skútuna af á síðasta ári, en mér hefur alltaf þótt hún hálfgerður ræfill. Ég vill hafa almennilegar sængur þykkar og þungar en ekki einhverja druslu sem er eins og dagblað og veitir enga hlýju, maður verður nú að geta hjúfrað sig almennilega í þetta svo að það sé eitthvað vit í þessu :).

That´s it for to day.
Vona að heilladísirnar komi við hjá okkur öllum sem fyrst, missum ekki vonina þetta hlýtur að koma...........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi