..::Hellirigning::..
Eins og hellt væri úr fötu! Myndi lýsingin á veðrinu í dag vera, og aflinn neei minnist ekkert á það í dag :). Í hádeginu var þvílíkt ausandi vatnsveður að ég ákvað að sleppa úr einu hífoppi og draga bara til kvölds, það hefur ekki verið svo mikið að ég sé ekki ástæðu til að vera neitt að hysja upp um sig brækurnar oftar en nauðsynlegt er, svo er líka athugandi að sjá hvernig svona langhundur virkar. Það er frekar hljótt á bleyðunni og flestir þegja þunnu hljóði, vonast bara til að engin spyrji hvað var í hjá þeim síðast. Ég náði þó að snara æskufélaga mínum (Einari á Andvara) upp í smá kjaftatörn, fórum við um víðan völl og rifjaðist margt upp :). Til dæmis rifjaðist upp eins og spilað af myndbandi, þegar Jónas og fjölskylda ætluðu í sumarfríið á nýmálaða Taunusnum um árið, eitthvað var Jónas nú með hugann við annað þegar hann snaraði eldrauðum vagninum í átt að bensíndælunum á flugsjoppunni, Nilli Siggi kom brunandi út steypugötuna á skellinöðrunni og varð skyndilega þátttakandi í þessari skyndiákvörðun Jónasar. Endaði Nilli framan á drossíunni og sveif í boga á framrúðunni á þeim nýpenslaða. Framrúðan fór í mask og Nilli lá óvígur á steypugötunni eftir viðureignina. Það sem eftirminnilegast var úr þessu óhappi var þegar kerlingin snaraðist snarbrjáluð út úr Taunusnum og öskrandi yfir stráknum þar sem hann lá óvígur í götunni "ÞÚ ERT BÚIN AÐ EYÐILEGGJA FYRIR OKKUR SUMARFRÍIÐ!". Það skipti engu hvort drengurinn væri slasaður eða að það hafi veri svínað fyrir hann, nei hann var búin að eyðileggja sumarfríið og þar við sat. Það slasaðist nú enginn og Jónas og fjölskylda gátu sparað sér bensínútlátin sem fyrirstóðu, við tjösluðum svo skellinöðrunni saman og þetta atvik féll í gleymskubankann en rifjaðist upp í dag :). Já það er ekki öll vitleysan eins og misjafnt hvernig fólk bregst við áreiti :):). Nú er það alveg liðið undir lok að allt sé fullt af skellinöðrum, það var engin maður með mönnum nema hann ætti skellinöðru á mínum uppvaxtarárum, manni fannst maður eiga heiminn þegar maður gat brunaði um í tvígengispestinni á sinni eigin nöðru :):).
Jæja ætli maður hætti ekki þessu bulli í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur, og horfið nú vel í kring um ykkur í umferðinni, því engin veit fyrr en allt í einu!..........
Eins og hellt væri úr fötu! Myndi lýsingin á veðrinu í dag vera, og aflinn neei minnist ekkert á það í dag :). Í hádeginu var þvílíkt ausandi vatnsveður að ég ákvað að sleppa úr einu hífoppi og draga bara til kvölds, það hefur ekki verið svo mikið að ég sé ekki ástæðu til að vera neitt að hysja upp um sig brækurnar oftar en nauðsynlegt er, svo er líka athugandi að sjá hvernig svona langhundur virkar. Það er frekar hljótt á bleyðunni og flestir þegja þunnu hljóði, vonast bara til að engin spyrji hvað var í hjá þeim síðast. Ég náði þó að snara æskufélaga mínum (Einari á Andvara) upp í smá kjaftatörn, fórum við um víðan völl og rifjaðist margt upp :). Til dæmis rifjaðist upp eins og spilað af myndbandi, þegar Jónas og fjölskylda ætluðu í sumarfríið á nýmálaða Taunusnum um árið, eitthvað var Jónas nú með hugann við annað þegar hann snaraði eldrauðum vagninum í átt að bensíndælunum á flugsjoppunni, Nilli Siggi kom brunandi út steypugötuna á skellinöðrunni og varð skyndilega þátttakandi í þessari skyndiákvörðun Jónasar. Endaði Nilli framan á drossíunni og sveif í boga á framrúðunni á þeim nýpenslaða. Framrúðan fór í mask og Nilli lá óvígur á steypugötunni eftir viðureignina. Það sem eftirminnilegast var úr þessu óhappi var þegar kerlingin snaraðist snarbrjáluð út úr Taunusnum og öskrandi yfir stráknum þar sem hann lá óvígur í götunni "ÞÚ ERT BÚIN AÐ EYÐILEGGJA FYRIR OKKUR SUMARFRÍIÐ!". Það skipti engu hvort drengurinn væri slasaður eða að það hafi veri svínað fyrir hann, nei hann var búin að eyðileggja sumarfríið og þar við sat. Það slasaðist nú enginn og Jónas og fjölskylda gátu sparað sér bensínútlátin sem fyrirstóðu, við tjösluðum svo skellinöðrunni saman og þetta atvik féll í gleymskubankann en rifjaðist upp í dag :). Já það er ekki öll vitleysan eins og misjafnt hvernig fólk bregst við áreiti :):). Nú er það alveg liðið undir lok að allt sé fullt af skellinöðrum, það var engin maður með mönnum nema hann ætti skellinöðru á mínum uppvaxtarárum, manni fannst maður eiga heiminn þegar maður gat brunaði um í tvígengispestinni á sinni eigin nöðru :):).
Jæja ætli maður hætti ekki þessu bulli í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur, og horfið nú vel í kring um ykkur í umferðinni, því engin veit fyrr en allt í einu!..........
Ummæli