..::Blíðuveður::..
Það er blíðuveður á okkur í dag en veiðin er algjör hörmung, ég fór eitthvað að krukka í veiðarfærið í gærkvöldi ef vera skildi að það lagaðist næturveiðin, það hefði ég betur látið ógert því aflinn var núll í nótt og lítið eftir hádegið. Ég bakkaði þeirri breytingu til baka og nú vonar maður bara það besta :) ekki annað hægt. Það var nefnilega smá vottur fyrra holið í gær sem fyllti mig bjartsýni um að nú væri þetta allt að koma, en svo gufaði það upp :(. Ekki varð hún merkileg sængin eftir stórþvottinn og þurrkunina, ég komst að því á endanum að þetta var eitthvert vattteppi sem ómögulegt var að fá dúnsængur líf í, hehe en það mátti reina :). Einhver af stóru döllunum fengu smá vott í gær en það stóð eitthvað stutt við. En allt lekur þetta áfram þótt hægt fari og vonandi verður maður búin að kroppa í magann á dósinni fyrir fiskidaginn :). Vona að þið eigið góða helgi og snjórinn fari að láta undan sumrinu fyrir norðan. Bið allar góðar vættir að fylgjast með ykkur............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi