Færslur

Sýnir færslur frá desember 31, 2006
Mynd
..::Slakaðu á maður!!::.. Ætli ég verði ekki að byrja á að skrifta, biðjast afsökunar á bloggi gærdagsins ;), auðvitað átti ég ekki að segja kerlingar því þetta á ekki bara við kerlingar heldur allt kvenfólk, hefði kannski betur sagt “best að spræna eins og dama!” en ég vona nú að engin hafi móðgast mikið yfir þessu hehe. Dagurinn í dag var ekki ólíkur öðrum dögum hjá okkur hérna á slóðum frumbyggjanna þótt náttúrulega engin dagur sé eins ef farið er út í þá sálma. En við erum að reina að pjakka í þessu og er ég aðallega í því þessa dagana að skapa trollmeisturunum vinnu, en ég hef verið ansi duglegur við að skemma veiðarfærin í gær og dag. Stórmerkilegt hvað þessir fisktittir virðast hafa ánægju af því að troða sér ofan í einhverjar gjótur nú eða liggja utan í einhverjum tindum, óþverrabotn eins og við köllum það á sjómannamáli. Ég hélt að það væri alltaf talað um að gullfiskar hefðu 7sek minni, en það hlýtur að vera tóm þvæla því ég sé ekki annað en að flestir fiskar hafi vit á að t
Mynd
..::Mígum eins og kerlingar!::.. Þá er komið að kvöldsögunni ;), þessi dagur var ekki mjög líkur gærdeginum, slapp samt fyrir horn, en það var basl á okkur allan seinnipartinn. Það var vindsperra á okkur í morgun en lygndi svo upp úr hádegi og síðan hefur verið bongó, það er allt undirlagt ofandekks í sandi og bátsmaðurinn hefur nóg að gera í að reyna að halda skipinu hreinu, en hann er seigur karlinn og gefur sandsköflunum langt nef ;), háþrýstidæla, endalaus elja og þolinmæði gerir það að verkum að þetta er alltaf nokkuð hreint hjá karlinum. Eftir hádegisfréttirnar í dag snérist umræðan um baðherbergi. Vildi einn af okkur meina að það væri ekki nóg að vera með klósett á baðherbergjum, þar þyrfti líka að vera hlandskál. Þessu til rökfærslu sagði hann: Það míga allir karlmenn útfyrir!, venjuleg klósett eru bara fyrir litla stráka að míga standandi í, þetta er bara allt of lágt fyrir fullvaxna karlmenn! Hver kannast ekki við það að standa framan við klósettið og ætla að míga en sökum þe
Mynd
..::Með Stefnuljós!!!!::.. Heilladísirnar ákváðu að sturta úr hamingjupokanum yfir okkur í dag, og gekk dagurinn vonum framar, rúsínan í pylsuendanum var svo ágætishol sem við náðum að slíta upp í kvöld og kom okkur öllum í opna skjöldu þar sem við áttum ekki von á því, ég varð þvílíkt glaði með þetta, og ef það hefði rignt þá hefði það lent ofan í nefið á mér og ég sjálsagt druknað í framhaldinu, en sem betur fer fyrir mig og mína þá ringdi ekki, það rignir mjög sjaldan hérna nánast aldrei ;). Þetta var bara eins og þegar ég fékk fyrsta reiðhjólið, það var sko ekkert slor, með stefnuljósum og allan pakkann, Pabbi hafði fundið það á öskuhaugunum og séð í því framtíð, hann málaði það setti á það ný dekk og smíðaði nýtt sæti, svo setti hann fram og afturljós dínamódrifin þau lýstu rosalega, og flottu stefnuljósin sem gengu fyrir batteríum voru toppurinn á þessu öllu. Ég man enn hvað ég var montinn með hjólið, og strákarnir slefuðu alveg yfir stefnuljósunum ;). En það eru breyttir tímar o
Mynd
..::Flugdrekahlauparinn::.. Sveltur sitjandi Kráka, fljúgandi ............ ég man ekkert hvernig þessi málsháttur á að endar, en hvað sem því líður þá erum við búnir að vera á flugi í allan dag, ef hægt er að skilgreina þetta ferðalag okkar sem flug yfir hafsbotninum ;). Og ég er búin að klára Flugdrekahlauparann, sérstök bók sem skilur engan eftir ósnortin. Fyrir mig þá opnaði þessi bók gægjugat inn í heim Múslima og þær hörmungar sem gengu yfir Afgönsku þjóðina. Við sem búum við þá gæfu að vera fædd og uppalin á Íslandi eigum erfitt með að skilja hvernig svona hlutir geta átt sér stað, en því miður er grimmd mannskepnunnar ótakmörkuð. En ég get mælt með þessari bók, hún fór frekar rólega af stað en hélt mér svo föstum allt til enda. Þessi áfangi að vera búin að lesa þessa bók verður kannski til þess að ég svíf í draumalandið fyrir 03-04 í nótt. Undanfarnar nætur hef ég ætlað að fara snemma að sofa en svo byrja ég að lesa og áður en ég veit af er klukkan orðin 03. Ég eftir eina bók se
Mynd
..::West Afrika:.. Það er svo sem ekki mikið að segja í dag, það var frekar hvasst hérna í morgun og kalt, svona miðað við Afríku, seinnipartinn hægði svo en þá lá mistur yfir, þetta er ekki ólíkt þoku en er sandryk frá Sahara, ryk sem stundum leggst yfir allt eins og þoka og smýgur inn um allt. Ég geng með veiki í dag sem heitir skriftleti og þjáist verulega hehe, þess vegna ætla ég að hafa þetta stutt í báða enda. Mynd dagsins er af Mauritaniu ekki mikið meira um það að segja. Læt þetta nægja í dag. Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur..........................
Mynd
..::Í friði og ró úti á Sjó!::.. Jæja þá er gamla árið fokið burt, það fór ekki með hvellum og eldglæringum hjá okkur, kannski sem betur fer ;), en við náðum samt að fylgjast með áramótaskotunum heima á vefmyndavélinni á Akureyri, það var skásta vélin í þetta verkefni. Já gamlársdagur leið hjá okkur í friði og ró úti á sjó eins og þeir syngja hljómsveitin Roðlaust & Beinlaust, og enduðum við daginn á því að gúffa í okkur Konfekti í boði útgerðarinnar þangað til maður stóð á blístri. Í morgun vaknaði maður svo endurnærður eftir nætursvefninn, Reynir var búin að vera á fullu í að undirbúa Hangikjötsveislu tvö, en nú höfðum við hangikjötið kalt og finnst mér það ekki síðra þannig, í þessari veislu gátum við haft þetta ögn jólalegra þar sem við vorum komnir með jólaskraut og jólaservíettur ekkert smá flott hehe. Það er nú varla að maður trúi því að það sé komið 2007 en maður verður víst að sætta sig við það eins og hvert annað hundsbit, ótrúlegt hvað árin spýtast áfram, mér finnst svo
Mynd
..::Stiklað á stóru::.. Ég ætla að byrja á því að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir allt gamalt og gott í gegnum tíðina, vonandi heldur áfram að vera gaman hjá okkur öllum í framtíðinni. Við verðum bara að passa okkur á því að gleima ekki barninu í okkur og reina að sjá spaugilegu hlutina í lífinu, þeir eru allstaðar, við þurfum bara að veita þeim athygli:). Árið hjá mér hefur verið ágætt, ég byrjaði Janúar á 24m löngum Snuddupung frá Dalvík, en í Febrúar var ég svo komin til Afríku á 105m langan frystitogara, sem ég hef verið á síðan ;) með reglulegum hléum. Ég endurnýjaði mótorhjólið og fjárfest í nýju hjóli á árinu KTM EXC 525 og svo keyptum við feðgarnir okkur eitt lítið leikhjól Thumpstar 110. Guðný keypti handa okkur kerru svo við feðgarnir gætum tekið leikföngin okkar með í ferðalög, og nýttum við okkur það aðeins. Sólpallurinn kláraður að mestu, það rétt hafðist fyrir fiskidag ;), Kristbjörn trésmiður var mér innanhandar í því og reddaði því sem reddað var, annars hefði é