
..::Slakaðu á maður!!::.. Ætli ég verði ekki að byrja á að skrifta, biðjast afsökunar á bloggi gærdagsins ;), auðvitað átti ég ekki að segja kerlingar því þetta á ekki bara við kerlingar heldur allt kvenfólk, hefði kannski betur sagt “best að spræna eins og dama!” en ég vona nú að engin hafi móðgast mikið yfir þessu hehe. Dagurinn í dag var ekki ólíkur öðrum dögum hjá okkur hérna á slóðum frumbyggjanna þótt náttúrulega engin dagur sé eins ef farið er út í þá sálma. En við erum að reina að pjakka í þessu og er ég aðallega í því þessa dagana að skapa trollmeisturunum vinnu, en ég hef verið ansi duglegur við að skemma veiðarfærin í gær og dag. Stórmerkilegt hvað þessir fisktittir virðast hafa ánægju af því að troða sér ofan í einhverjar gjótur nú eða liggja utan í einhverjum tindum, óþverrabotn eins og við köllum það á sjómannamáli. Ég hélt að það væri alltaf talað um að gullfiskar hefðu 7sek minni, en það hlýtur að vera tóm þvæla því ég sé ekki annað en að flestir fiskar hafi vit á að t...