..::Slakaðu á maður!!::..
Ætli ég verði ekki að byrja á að skrifta, biðjast afsökunar á bloggi gærdagsins ;), auðvitað átti ég ekki að segja kerlingar því þetta á ekki bara við kerlingar heldur allt kvenfólk, hefði kannski betur sagt “best að spræna eins og dama!” en ég vona nú að engin hafi móðgast mikið yfir þessu hehe.

Dagurinn í dag var ekki ólíkur öðrum dögum hjá okkur hérna á slóðum frumbyggjanna þótt náttúrulega engin dagur sé eins ef farið er út í þá sálma.
En við erum að reina að pjakka í þessu og er ég aðallega í því þessa dagana að skapa trollmeisturunum vinnu, en ég hef verið ansi duglegur við að skemma veiðarfærin í gær og dag. Stórmerkilegt hvað þessir fisktittir virðast hafa ánægju af því að troða sér ofan í einhverjar gjótur nú eða liggja utan í einhverjum tindum, óþverrabotn eins og við köllum það á sjómannamáli.
Ég hélt að það væri alltaf talað um að gullfiskar hefðu 7sek minni, en það hlýtur að vera tóm þvæla því ég sé ekki annað en að flestir fiskar hafi vit á að troða sér þar sem erfiðast er að ná í þá, já þær eru kannski ekki svo vitlausar eftir allt þessar blessuðu skepnur.

Í kvöld er þrettándinn hjá okkur Íslendingum en hjá Rússum eru Jólin að koma 7janúar er jóladagur Rússa. En það eru ekki sömu siðir hjá Rússum og okkur, ekki veit ég hvort þeir eru í þessu pakkaveseni eins og við.
En ég veit að þeir gera sér dagamun og borða mikið og drekka enn meira, enda eru Rússar þekktir fyrir að vera miklir drykkjuboltar, ætli jólin hjá þeim líkist ekki meira Gamlárskvöldi hjá okkur? Annars hef ég ekki hugmynd um þessi Rússajól og veit svo sem ekki hvað ég er eiginlega að spá í því, veit bara að þeir kalla Jólasveininn RAUÐNEF :).

Mynd dagsins er af Vinnslustjórunum mínum í brúarsettinu, það fer nú ekki illa um þá félaga, þeir eru bara nokkuð slakir ;);).

Ætli ég láti þetta ekki gott heita í dag.
Vona að sá sem öllu ræður og stjórnar bænheyri ykkur í nótt, svo óskir ykkar og þrár verði að veruleika, meira bið ég nú ekki um fyrir ykkur :).

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sæll Hörður minn ekki gengur það að
þið migið allir eins og kellingar eða
dömur til lengdar.
Eg sa agæta heimildamynd i Deltuni um
daginn þar sem var verið að umskera menn a færibandi.Eg kem ut nuna i mannaskiptonum.Þu bara lætur mig vita
vinur ef þu vilt að eg hjalpi þer i þessu.Eg skal leggjast i adgerð fyrir
þig fyrir eitt orð.það gengur ekki að
menn spræni upp um alla veggi.
kv.Pall K
Hörður Hólm sagði…
Palli ég held að ég mígi frekar á mig heldur en að þiggja umskurð hjá þér :), en það er samt gott að vita af skurðlækni á svæðinu ;), svona ef í nauðirnar rekur.
Hlakka til að fá þig á svæðið, láttu heyra í þér þegar þú mætir.

Vinsælar færslur af þessu bloggi