..::Flugdrekahlauparinn::..
Sveltur sitjandi Kráka, fljúgandi ............ ég man ekkert hvernig þessi málsháttur á að endar, en hvað sem því líður þá erum við búnir að vera á flugi í allan dag, ef hægt er að skilgreina þetta ferðalag okkar sem flug yfir hafsbotninum ;).

Og ég er búin að klára Flugdrekahlauparann, sérstök bók sem skilur engan eftir ósnortin. Fyrir mig þá opnaði þessi bók gægjugat inn í heim Múslima og þær hörmungar sem gengu yfir Afgönsku þjóðina. Við sem búum við þá gæfu að vera fædd og uppalin á Íslandi eigum erfitt með að skilja hvernig svona hlutir geta átt sér stað, en því miður er grimmd mannskepnunnar ótakmörkuð.
En ég get mælt með þessari bók, hún fór frekar rólega af stað en hélt mér svo föstum allt til enda.
Þessi áfangi að vera búin að lesa þessa bók verður kannski til þess að ég svíf í draumalandið fyrir 03-04 í nótt. Undanfarnar nætur hef ég ætlað að fara snemma að sofa en svo byrja ég að lesa og áður en ég veit af er klukkan orðin 03.
Ég eftir eina bók sem kom úr Jólapökkunum svo að ég er ekki lesefnislaus, en yfirleitt er ég nú frekar latur að lesa og les frekar hægt ;), en mér þykir ákaflega gott að lesa nokkrar blaðsíður áður en ég skipti yfir í draumalandið.

Í dag ætla ég að bjóða ykkur upp á mynd sem Helgi Garðarsson tók og mér finnst ákaflega falleg mynd, hún kallar alltaf fram hjá mér minningar að austan og yfirleitt reyni ég að nota myndina sem bakgrunn á einhverjum tölvuskjánum sem í kring um mig eru. Þið verðið svo að dæma sjálf um hvernig ykkur finnst þessi mynd og ég vona að Helgi verði ekki fúll þótt ég setji á bloggið.

Þetta er innlegg mitt í lesbanka lífsins þennan daginn, vona að þið hafið það sem best og munið: “þótt þú gleymið Guði þá gleymir hann ekki þér ;)”

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hér er rok og rigning í dag og ég ætlaði að reyna að fá að þvo bílinn en það fékkst nú ekki,tek hann bara á laugardagsmorgun, því Hólmarar er þekktir fyrir að lúra á frídögum he he...... vona að allt gangi vel hjá þér. koss og knús úr Kríulandi

Vinsælar færslur af þessu bloggi