..::Mígum eins og kerlingar!::..
Þá er komið að kvöldsögunni ;), þessi dagur var ekki mjög líkur gærdeginum, slapp samt fyrir horn, en það var basl á okkur allan seinnipartinn.
Það var vindsperra á okkur í morgun en lygndi svo upp úr hádegi og síðan hefur verið bongó, það er allt undirlagt ofandekks í sandi og bátsmaðurinn hefur nóg að gera í að reyna að halda skipinu hreinu, en hann er seigur karlinn og gefur sandsköflunum langt nef ;), háþrýstidæla, endalaus elja og þolinmæði gerir það að verkum að þetta er alltaf nokkuð hreint hjá karlinum.
Eftir hádegisfréttirnar í dag snérist umræðan um baðherbergi. Vildi einn af okkur meina að það væri ekki nóg að vera með klósett á baðherbergjum, þar þyrfti líka að vera hlandskál. Þessu til rökfærslu sagði hann: Það míga allir karlmenn útfyrir!, venjuleg klósett eru bara fyrir litla stráka að míga standandi í, þetta er bara allt of lágt fyrir fullvaxna karlmenn! Hver kannast ekki við það að standa framan við klósettið og ætla að míga en sökum þess að typpið er eitthvað klesst þá tekur bunan allt aðra stefnu en gerandinn ætlaði henni að fara, þetta vita allir óumskornir karlmenn :).
Ég get svo sem ekki annað en verið honum sammála því að eigin raun þá veit ég að í vissum prósentum tilfella þá tekur bunan allt aðra stefnu en maður ætlaði henni, og stundum dugir bununni ekki að fara í eina átt heldur skiptist hún í tvær eða fleiri áttir.
Þessi umræða hélt svo áfram. Þar sem ekki voru allir sammála um að vera með hlandskál á baðherberginu snérist umræðan upp í hvernig leysa mætt þessi vandræði okkar karlmanna, á endanum komumst við að því að lausnin fælist í því að míga bara sitjandi eins og kerling :), ekki mjög karlmannlegt en á flestum baðherbergjum er læsanleg hurð svo það þarf engin að komast að því.
Kannski er þessi árátta okkar karlmanna að míga allt í kring um klósettin á baðherbergjum sprottin upp úr því að talað er um að vera “karlmaður og míga standandi” eitthvað sem við höfum misskylið hrapalega en komumst ekki út úr vegna einhverrar óútskýrðar karlrembu ;).
Já niðurstaðan er skýr, höfum öryggið í fyrirrúmi og mígum sitjandi :), með því má losna við þetta endalausa kvabb um að muna að lyfta setunni o.s.f.v.
Mynd dagsins er tekin í kvöld, þetta er Furuno lágtíðni Asdic í notkun.
Þetta er innlegg mitt í þennan Drottins dag,
bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur.
Þá er komið að kvöldsögunni ;), þessi dagur var ekki mjög líkur gærdeginum, slapp samt fyrir horn, en það var basl á okkur allan seinnipartinn.
Það var vindsperra á okkur í morgun en lygndi svo upp úr hádegi og síðan hefur verið bongó, það er allt undirlagt ofandekks í sandi og bátsmaðurinn hefur nóg að gera í að reyna að halda skipinu hreinu, en hann er seigur karlinn og gefur sandsköflunum langt nef ;), háþrýstidæla, endalaus elja og þolinmæði gerir það að verkum að þetta er alltaf nokkuð hreint hjá karlinum.
Eftir hádegisfréttirnar í dag snérist umræðan um baðherbergi. Vildi einn af okkur meina að það væri ekki nóg að vera með klósett á baðherbergjum, þar þyrfti líka að vera hlandskál. Þessu til rökfærslu sagði hann: Það míga allir karlmenn útfyrir!, venjuleg klósett eru bara fyrir litla stráka að míga standandi í, þetta er bara allt of lágt fyrir fullvaxna karlmenn! Hver kannast ekki við það að standa framan við klósettið og ætla að míga en sökum þess að typpið er eitthvað klesst þá tekur bunan allt aðra stefnu en gerandinn ætlaði henni að fara, þetta vita allir óumskornir karlmenn :).
Ég get svo sem ekki annað en verið honum sammála því að eigin raun þá veit ég að í vissum prósentum tilfella þá tekur bunan allt aðra stefnu en maður ætlaði henni, og stundum dugir bununni ekki að fara í eina átt heldur skiptist hún í tvær eða fleiri áttir.
Þessi umræða hélt svo áfram. Þar sem ekki voru allir sammála um að vera með hlandskál á baðherberginu snérist umræðan upp í hvernig leysa mætt þessi vandræði okkar karlmanna, á endanum komumst við að því að lausnin fælist í því að míga bara sitjandi eins og kerling :), ekki mjög karlmannlegt en á flestum baðherbergjum er læsanleg hurð svo það þarf engin að komast að því.
Kannski er þessi árátta okkar karlmanna að míga allt í kring um klósettin á baðherbergjum sprottin upp úr því að talað er um að vera “karlmaður og míga standandi” eitthvað sem við höfum misskylið hrapalega en komumst ekki út úr vegna einhverrar óútskýrðar karlrembu ;).
Já niðurstaðan er skýr, höfum öryggið í fyrirrúmi og mígum sitjandi :), með því má losna við þetta endalausa kvabb um að muna að lyfta setunni o.s.f.v.
Mynd dagsins er tekin í kvöld, þetta er Furuno lágtíðni Asdic í notkun.
Þetta er innlegg mitt í þennan Drottins dag,
bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur.
Ummæli