..::Smá fréttaskot::.. Komum á leguna utan við Dakhla í blíðskaparveðri um miðjan dag í gær, byrjuðum á því að múra við Cool Girl, en það er fraktdallurinn sem tekur aflann af okkur núna. Þetta gengur allt sinn vanagang hérna og eru ekki miklar breytingar milli fraktskipa aðrar en bómuútbúnaður lúkur og þessháttar. Hérna í Marocco skiptir veðrið mun meira máli en í næsta lýðveldi sunnanvið, það er oft sláttur á þessu hérna og kemur fyrir að það er illmögulegt að eiga við þetta vegna veltings og tilheyrandi brasi með slitna enda og fl, en engin rós er án þyrna eins og hundurinn orðaði það svo vel þegar hann nauðgaði broddgeltinum ;). Í gærkvöldi grétu himnarnir yfir okkur, er það í eitt af fáum skiptum síðan ég fór að stunda sjómennsku hérna niðurfrá, rigning er ekki algeng og bera aðstæðurí landi þess glöggt merki að hér rignir nánast aldrei, ekkert að sjá nema sand og skrælnaðan gróður. Nú styttist úthaldið hjá okkur hratt ekki nema sex dagar eftir um borð. Mynd dagsins er af Vírusi, ...
Færslur
Sýnir færslur frá desember 9, 2007
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Komin tími til að skrifta::.. Fyrst á dagskrá er að minnast aðeins á gæludýrið okkar. Vírus hefur það eins og blóm í eggi, það er fjöldi mans tilbúin í að knúsa hann og klappa honum þegar hann vill. Hann getur étið eins og hann í sig getur látið hvenær sem hungrið kallar, og hefur ekkert annað að gera en kúra og láta sér líða vel. Sennilega hefur greyinu ekki órað fyrir þessu sældarlífi þegar þær mæðgur “Melkorka og Magný” sóttu hann á upptökuheimilið á Palmas fyrir rétt tæpu ári. Nú er það nýjasta að við breiðum alltaf yfir hann teppi þar sem hann kúrir, það finnst honum alveg rosalega gott ;). Það styttist óðfluga í fríið hjá okkur og nú ættu bara að vera tíu dagar eftir, annars líður þetta svo hratt að við verðum komnir heim áður en maður veit af. Það er samt ekki hægt að segja það að það sé komin nein jólastemming í okkur enda ekki mjög jólalegt um að litast hérna, helst að jólalögin í útvarpinu minni okkur á hvaða tími ársins er. En útvarp er á þessum síðustu og verstu tímum o...