..::Komin tími til að skrifta::..
Fyrst á dagskrá er að minnast aðeins á gæludýrið okkar.
Vírus hefur það eins og blóm í eggi, það er fjöldi mans tilbúin í að knúsa hann og klappa honum þegar hann vill.
Hann getur étið eins og hann í sig getur látið hvenær sem hungrið kallar, og hefur ekkert annað að gera en kúra og láta sér líða vel.
Sennilega hefur greyinu ekki órað fyrir þessu sældarlífi þegar þær mæðgur “Melkorka og Magný” sóttu hann á upptökuheimilið á Palmas fyrir rétt tæpu ári.
Nú er það nýjasta að við breiðum alltaf yfir hann teppi þar sem hann kúrir, það finnst honum alveg rosalega gott ;).

Það styttist óðfluga í fríið hjá okkur og nú ættu bara að vera tíu dagar eftir, annars líður þetta svo hratt að við verðum komnir heim áður en maður veit af.
Það er samt ekki hægt að segja það að það sé komin nein jólastemming í okkur enda ekki mjög jólalegt um að litast hérna, helst að jólalögin í útvarpinu minni okkur á hvaða tími ársins er.
En útvarp er á þessum síðustu og verstu tímum orðin munaðarvara sem við njótum því miður aðeins í slitróttum smáskömmtum, ekki veit ég hvað veldur því en ég hef tengingu Íslands við internetumheiminn sterklega grunaða um svik, allavega er ekki neitt vandmál að hlusta á erlendar stöðvar.
En þetta internettregðuvandamál á ekki bara við um útvarp, netsíminn hefur verið að fúska á okkur líka, og er því oft ónothæfur sem er mjög bagalegt.
En það gæti tengst sama vandamáli.

Að öðru leiti er ekki mikið að frétta héðan frá vestur Sahara.

Nú styttist í að Jóli fari á stjá og gefi þægum og góðum einstaklingum eitthvað gott í skóinn, ég held að Sveinki og Rúdolf séu í góðu sambandi við himnaföðurinn og séu þar með meðvitaðir um hver eigi skilið að fá eitthvað í skóinn.
Ég þarf að fara að grafa upp Jólasokkinn og hengja hann út í glugga, aldrei að vita hvenær þeir félagar eru á ferðinni.
Væja vinur minn á Maí sagði mér fyrir nokkrum kvöldum að hann væri að spá í að setja aðra fjárfestinguna sína út í brúarglugga hjá sér, ég vona heitt og innilega að hann fái eitthvað í hana :).


Mynd dagsins er af GÆLUDÝRINU nývöknuðu.

Bið svo góðan Guð að vaka yfir ykkur.
Pössum okkur á því að hreykja okkur ekki yfir aðra og gjöldum engum illt fyrir illt, reynum frekar að draslast í gegn um lífið í sátt við allt og alla........

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Af hverju koma ekki kommentin frá mér????
Nafnlaus sagði…
Nú segi ég eins og Valdi vinur minn, "mig ekki skylja tessi Íslendingur!".

Ef þú vilt commenta undir nafni þá verður þú að haka í hringinn framan við nickname, og setja svo inn það nafn sem þú vilt láta birtast við commentið.
Þegar því ferli er lokð þá ætti að vera nóg að klikka á appelsínugula svæðið neðst í glugganum sem stendur í (PUBLISH YOUR COMMENT)
Thats all :):)
Nafnlaus sagði…
æja nú fara júllarnir brátt að koma til að gefa í skóinn,er að hugsa um að setja alla mína í gluggann og sjá hvort þetta virkar.
Annars allt gott að frétta í kríulandi,Hér er snjór og logn en stefnir nú vúst í rauð jól fyrir sunnan knús Mamma
Nafnlaus sagði…
Fékkstu eitthvað í skóinn,ég held að Giljagaur hafi fokið í rokinu allavega kom hann ekki til mín.knús úr Kríulandi
Hörður Hólm sagði…
Nei ég hef ekkert fengið, enda hef ég ekki sett skóin út í glugga.
En ég bæti snarlega úr því núna.
Knús úr sólinni.........

Vinsælar færslur af þessu bloggi