Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 25, 2007
Mynd
..::Læt móðan mása :):)::... Hvað er eiginlega í gangi í þessu blessaða þjóðfélagi, maður sest niður og horfir á fréttirnar, og það sem maður sér og heyrir er alveg út úr kortinu. Undanfarið hefur nánast öll umræða í fjölmiðlum tengst þessari klámráðstefnu. Í kring um það skapaðist einhver múgæsings svo þessu fólki var hálfpartinn vísað burt þar sem hótelið neitaði að taka á móti því, þvílík vitleysa og tvískinnungur. Á þessu sama hóteli er boðið upp á klámefni í sjónvarpinu gegn gjaldi en svo má ekki tala um klám á hótelinu eða yfir höfuð á Íslandi án þess að allt verði vitlaust, af hverju var þessu fólki úthýst?, á ensku er oft dregið fram orðið "ignorance" við svona aðstæður og ég held hreint út sagt að það eigi ágætlega við þá mest höfðu á móti þessu fólki. Og svo ég haldi áfram með fréttirnar þá var Pétur Blöndal að reyna að benda á það hvað það væri út úr kú að sami maðurinn færi með fjármál stjórnarformennsku rekstur og allt sem við kemur rekstri SÁÁ, þ.e.a.s að þetta
Þar með lenti skíturinn á viftunni og allt varð vitlaust á þinginu hehe. Þótt ég hafi ekki alltaf gaman af Pétri eins flaumósa og illskynjanlegur hann nú oft er, þá náði ég nú samhenginu í þessu hjá honum, en auðvitað lögðu sumir þetta upp sem karlanginn væri að líkja Þórarni Tyrfingssyni við Guðmund í Byrginu og hans afbrigðilegu kynhneigða, en þetta sýnir bara hvar hugur þessara manna liggur fyrst þessi ummæli urðu eins og bensín á eld. Pétur ræfillinn varð að ganga í pontu og biðjast afsökunar á þessari samlíkingu. Hvað er eiginlega verið að gera með allt þetta fólk á þingi? Þetta er bara eins og Sirkus Billy Smart og fer versnandi með hverju árinu sem líður. Og lokaatriðið úr fréttunum áður en ég gafst upp á að horfa á þær var 180° beygja í virkjanamálum síðan í haust hjá Steingrími J hehe, líklega hefur þetta verið vinstri beygja og þá þarf hann ekki nema 180° í viðbót og þá ætti hann að getað þefað af óæðri endanum á sér, svona eins og hundur sem eltir á sér skottið nema sá umhve
En þá er komið að okkur, í dag hefur allt verið á fullu við að undirbúa helgarferðina en við erum að fara í sumar(vetrar)bústað á morgun og komum ekki aftur fyrr en á Sunnudag :). Það á að morra í pottinum og hafa það huggulegt alla helgina, ekkert smá næs. Í kvöld sótti ég Hjördísi inn á Akureyrarflugvöll en hún ætlar að vera hjá okkur fram á mánudag, alltaf jafn gott að fá grislingana sína heim ;). Já ég læt þetta duga í bili. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um skólastofur lífsins og vona að engum verði hent út eða lendi í skammakróknum, eigið góða helgi...............
Mynd
..::ÚtiInnikamína::.. alló, já ég veit að þetta hefur verið stopult en ég lít ekki á þetta sem kvöð og blogga bara þegar ég nenni, ég nenni því mun sjaldnar þegar ég er í fríi. En við erum búin að hafa það ágætt síðan síðast þegar ég páraði eitthvað inn á þetta blogg. Í gær komst ég loksins til Begga hnykkjara sem snéri ofan af hryggnum á mér, þar er einhver böggur því það snýst stundum einn af neðstu hryggjaliðunum og vill ekki til baka nema með hjálp Begga :(, en that is done svo að ég er bara nokkuð góður núna. Ég fór svo niður á verkstæði og tjöruþvoði dekkin á bílnum, ekki veitti af því það var þvílíki olíuvibbinn sem skolaðist af þeim, nú getur maður einbeitt sér enn betur að svifrykinu sem allt er víst að drepa.
Eftir hádegi fórum við í bæinn og fór ég þar búð úr búð með peruna úr framlósinu á hjólinu en lágaljósið var farið í henni, það er skemmst frá því að segja að hún fékkst hvergi og það var hálfgerð fýluferð þessi peruleit, en þeir lofuðu að eiga hana til á föstudag í Bílanaust, merkilegt að það skuli vera svona abnormal pera í nýju hjóli. Þar sem peran fannst hvergi var kúrsin settur í Bleika Svínið og lestað aðeins fyrir fyrirhugaða bústaðaferð um næstkomandi helgi, ekki ráð nema í tíma sé tekið. Á heimleiðinni keyptum við okkur svo útileirkamínu og gervieldgræju sem sett er inn í hann svo að það lítur út fyrir að það skíðlogi inni í kamínunni, þetta er þvílíkt flott hehe, og var græjan rauðkynnt í allt kvöld, en þetta hefur engin áhrif á hitan sem var áfram 71.6°F enda er þetta meira sjónrænt :):).. Já þá er þetta komið í dag.