En þá er komið að okkur, í dag hefur allt verið á fullu við að undirbúa helgarferðina en við erum að fara í sumar(vetrar)bústað á morgun og komum ekki aftur fyrr en á Sunnudag :).
Það á að morra í pottinum og hafa það huggulegt alla helgina, ekkert smá næs.
Í kvöld sótti ég Hjördísi inn á Akureyrarflugvöll en hún ætlar að vera hjá okkur fram á mánudag, alltaf jafn gott að fá grislingana sína heim ;).

Já ég læt þetta duga í bili.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um skólastofur lífsins og vona að engum verði hent út eða lendi í skammakróknum, eigið góða helgi...............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi