..::Loksins byrjað á sólpallinum::. Jæja ætli maður verði ekki að skammast til að nudda einhverju á skjáinn, en það hefur farið lítið fyrir skriftum undanfarna daga. En það er svo sem búið að vera nóg annað að gera. Síðastliðið þriðjudagskvöld mætti Pétur vinur okkar með traktorsgröfu og fjögurra öxla vörubíl, var brennt í að moka burt óþarfa jarðvegi og útbúið plan fyrir komandi sólpall. Fjórum vörubílsförmum seinna var þetta farið að líta út eins og við ætluðum okkur :), en þetta var einhvernvegin mun meira jarðrask en ég átti von á, ég hélt í einfeldni minni að það þyrfti rétt að flysja ofan af þessu :):). Ætli það hafi ekki farið 30rúmmetrar af mold og drullu í burtu. Miðvikudaginn fór ég svo að viða að mér undirstöðuefni svo hægt væri að undirbúa fyrir undirstöðurnar, það tók náttúrulega allt sinn tíma því allt þurfti að mæla og pæla, svo varð að merkja upp á planið hvar hver staur átti að koma. Það var komið fram á kvöld þegar þetta var allt tilbúið. Pétur var aftur mættur á miðv...
Færslur
Sýnir færslur frá júlí 24, 2005
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Chilluð morgunganga::.. Það verður ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við okkur um helgina ;), við vorum komin inn í Leynishóla fljótlega upp úr hádegi á laugardaginn og veðrið var frábært, ekki skemmdi fyrir að staðurinn sem við völdum fyrir tjöldin var nýslegin og mjög snyrtilegur. Við vorum fljót að rusla upp tjaldinu og svo var legið í sólinni fram eftir degi. Grislingarnir þvældust um í skóginum og skemmtu sér ekki síður en þeir fullorðnu. Á laugardagskvöldið var svo grillað og chillað!. Það var sogið upp úr nokkrum baukum og setið við varðeldinn í góðu yfilæti fram á nótt. Á sunnudagsmorgun var ég vaknaður fyrir allar aldir og gat með engu móti sofið, ég læddist út og fékk mér morgungöngu. Veðrið var ekki síðra en deginum áður og varla skýhnoðri á himni, ég rölti einn rúnt um svæðið og komst að því að það voru fimm bílar í skóginum, þannig að við vorum ekki ein þótt maður hafi lítið orðið var við umferð. Sumir höfðu greinilega komið svo seint að ekki hafði gefi...