..::Loksins byrjað á sólpallinum::.
Jæja ætli maður verði ekki að skammast til að nudda einhverju á skjáinn, en það hefur farið lítið fyrir skriftum undanfarna daga. En það er svo sem búið að vera nóg annað að gera. Síðastliðið þriðjudagskvöld mætti Pétur vinur okkar með traktorsgröfu og fjögurra öxla vörubíl, var brennt í að moka burt óþarfa jarðvegi og útbúið plan fyrir komandi sólpall. Fjórum vörubílsförmum seinna var þetta farið að líta út eins og við ætluðum okkur :), en þetta var einhvernvegin mun meira jarðrask en ég átti von á, ég hélt í einfeldni minni að það þyrfti rétt að flysja ofan af þessu :):). Ætli það hafi ekki farið 30rúmmetrar af mold og drullu í burtu.
Miðvikudaginn fór ég svo að viða að mér undirstöðuefni svo hægt væri að undirbúa fyrir undirstöðurnar, það tók náttúrulega allt sinn tíma því allt þurfti að mæla og pæla, svo varð að merkja upp á planið hvar hver staur átti að koma. Það var komið fram á kvöld þegar þetta var allt tilbúið. Pétur var aftur mættur á miðvikudagskvöld og nú með smágröfu og staurabor, hann er algjör snillingur á þessum tækjum og var ekki lengi að bora fyrir staurunum 26holur, eftir holuborunina keyrði hann svo smágröfuna norður fyrir húsið og boraði fyrir snúrustaur :).
Fimmtudagurinn fór einnig í allskyns reddingar, nú þurfti járn sement réttskeið og eitthvað af skrúfum boltum og verkfærum svo hægt yrði að steypa í holurnar og grófrétta þetta af, ég hrærði um kvöldið eina hræru í hjólbörunum og dellaði því í snúrustaursholuna, það var minna mál en ég hafði haldið, þetta er kannski með þetta eins og svo margt anað bara að drífa sig í hlutina og þá er þetta ekkert mál.
Föstudagsmorguninn notaði ég svo í að hjakka gömlu snúrustaurunum upp úr jörðinni, það meira erfiði en ég hafði reiknað með og var ég alveg hvellsprungin á því puði en hafði betur á endanum :), svo fór ég í að setja fyrstu undirstöðurnar á húsið. Það gekk ágætlega og fljótlega mætti Gummi svili til að hjálpa mér, það þurfti að bora heilan helling af götum í steininn. Í borverkefninu gafst gamla borvélin mín upp svo að Gummi varð að ná í sína vél og klára verkið með henni, en allt kostar fórnir eða er það ekki, blessuð sé minning gamla Bosh :).
Við réttum svo rörbútana gróflega af, en það þurfti sumstaðar að stytta þá en annarstaðar að draga þá upp, það gekk bara nokkuð vel "held ég" en við verkið notuðum við réttskeið og hallamál. Á eftir prufuðum við svo að kíkja þetta út með hæðarkíki og virtist þetta vera nokkuð rétt ;). Og þá var komið að steypuvinnunni, við hrærðum þetta í hjólbörunum með malarskóflu og fóru um það bil einar börur í tvö rör, helv... puð en hafðist fyrir rest og var búið klukkan 2100 á föstudagskvöldi fyrir verslunarmannahelgi, ég er hræddur um að maður hefði ekki alltaf verið spenntur fyrir steypuvinnu á þessu kvöldi en tímarnir breytast :).
Eftir vinnu var svo sogið upp úr nokkrum baukum og kíkt á Bakaríið, þar var frekar fámennt þar enda sjálfsagt flestir að nota góðaveðrið í útilegur.
Fleira var það ekki í bili.
Ég vona svo að allir skemmti sér vel um helgina, hvar sem þið eruð niðurkomin.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi