..::Chilluð morgunganga::..
Það verður ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við okkur um helgina ;), við vorum komin inn í Leynishóla fljótlega upp úr hádegi á laugardaginn og veðrið var frábært, ekki skemmdi fyrir að staðurinn sem við völdum fyrir tjöldin var nýslegin og mjög snyrtilegur. Við vorum fljót að rusla upp tjaldinu og svo var legið í sólinni fram eftir degi. Grislingarnir þvældust um í skóginum og skemmtu sér ekki síður en þeir fullorðnu. Á laugardagskvöldið var svo grillað og chillað!. Það var sogið upp úr nokkrum baukum og setið við varðeldinn í góðu yfilæti fram á nótt.
Á sunnudagsmorgun var ég vaknaður fyrir allar aldir og gat með engu móti sofið, ég læddist út og fékk mér morgungöngu. Veðrið var ekki síðra en deginum áður og varla skýhnoðri á himni, ég rölti einn rúnt um svæðið og komst að því að það voru fimm bílar í skóginum, þannig að við vorum ekki ein þótt maður hafi lítið orðið var við umferð.
Sumir höfðu greinilega komið svo seint að ekki hafði gefist tími til þess að koma upp öllum útbúnaðinum ;), t.d kom ég að rjóðri sem í voru tvö tjöld. Annað tjaldið var jú uppsett og fínt en hitt hafði aldrei risið og var ábúandinn í svefnpokanum ofan á útflöttum tjaldræflinum. Hafði hann látið í minni pokann fyrir súlum og stögum og skriðið inn í svefnpokann með höfuðið á undan alklæddur og skóaður, “ekki ósvipað því þegar Strúturinn stingur höfðinu í sandinn :)”. Þessi sýn gaf morgungöngunni nýja vídd og hélt ég áfram út í enda svæðisins en ekki bar neitt markvert fyrir sjónir. En á bakaleiðinni gekk fram á par, var daman nýrisin og staulaðist við að koma á sig mjólkurbúsaðhaldinu, fleira huldi ekki hennar nekt. Þetta var orðið ágætt í bili og dreif ég mig nú heim á okkar tjaldsvæði eftir merkis morgungöngu.
Því sem eftir var af deginum var svo eitt í sólinni en veðrið gaf Spánarveðri ekkert eftir, það var langt liðið á dag þegar við kipptum dótinu upp og sigldum heim á leið.
Á Dalvík var þoka norðan gola og kalt þegar við komum heim eftir velheppnaða útilegu.
Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með Leynishólana frekar en áður og gef ég þessu svæði mín bestu meðmæli. Að vísu er ekki nein salernisaðstaða eða rennandi vatn þarna, fólk verður að gera ráð fyrir því áður en mætt er á svæðið ;);).
Í gær mánudag var svo dumbungsveður og notaði ég tækifærið og skipti um olíu á hjólinu, við það fékk ég ágætisaðstoð frá Hjördísi en hún var liðtæk á skrallinu og fljót að kippa hlífðarpönnunni undan mótornum og koma henni svo undir eftir skiptin.
Gærkvöldinu eyddi ég svo í hjólatúr með Bjarka Fannari, hann var ekki lítið glaður með það, við hjóluðum út um allan bæ og margt bar fyrir augu, eftir hjólatúrinn fylgdi ég grislingnum heim, þakkaði honum fyrir túrinn og bauð góða nótt. “Kemurðu ekki aftur á morgun?” Var það síðasta sem hann sagði þegar hann datt inn úr dyrunum heima hjá sér :).
Og þar með hafið þið það.
Köttur úti í mýri, settu upp á sig stýri, úti er ævintýri.
Það verður ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við okkur um helgina ;), við vorum komin inn í Leynishóla fljótlega upp úr hádegi á laugardaginn og veðrið var frábært, ekki skemmdi fyrir að staðurinn sem við völdum fyrir tjöldin var nýslegin og mjög snyrtilegur. Við vorum fljót að rusla upp tjaldinu og svo var legið í sólinni fram eftir degi. Grislingarnir þvældust um í skóginum og skemmtu sér ekki síður en þeir fullorðnu. Á laugardagskvöldið var svo grillað og chillað!. Það var sogið upp úr nokkrum baukum og setið við varðeldinn í góðu yfilæti fram á nótt.
Á sunnudagsmorgun var ég vaknaður fyrir allar aldir og gat með engu móti sofið, ég læddist út og fékk mér morgungöngu. Veðrið var ekki síðra en deginum áður og varla skýhnoðri á himni, ég rölti einn rúnt um svæðið og komst að því að það voru fimm bílar í skóginum, þannig að við vorum ekki ein þótt maður hafi lítið orðið var við umferð.
Sumir höfðu greinilega komið svo seint að ekki hafði gefist tími til þess að koma upp öllum útbúnaðinum ;), t.d kom ég að rjóðri sem í voru tvö tjöld. Annað tjaldið var jú uppsett og fínt en hitt hafði aldrei risið og var ábúandinn í svefnpokanum ofan á útflöttum tjaldræflinum. Hafði hann látið í minni pokann fyrir súlum og stögum og skriðið inn í svefnpokann með höfuðið á undan alklæddur og skóaður, “ekki ósvipað því þegar Strúturinn stingur höfðinu í sandinn :)”. Þessi sýn gaf morgungöngunni nýja vídd og hélt ég áfram út í enda svæðisins en ekki bar neitt markvert fyrir sjónir. En á bakaleiðinni gekk fram á par, var daman nýrisin og staulaðist við að koma á sig mjólkurbúsaðhaldinu, fleira huldi ekki hennar nekt. Þetta var orðið ágætt í bili og dreif ég mig nú heim á okkar tjaldsvæði eftir merkis morgungöngu.
Því sem eftir var af deginum var svo eitt í sólinni en veðrið gaf Spánarveðri ekkert eftir, það var langt liðið á dag þegar við kipptum dótinu upp og sigldum heim á leið.
Á Dalvík var þoka norðan gola og kalt þegar við komum heim eftir velheppnaða útilegu.
Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með Leynishólana frekar en áður og gef ég þessu svæði mín bestu meðmæli. Að vísu er ekki nein salernisaðstaða eða rennandi vatn þarna, fólk verður að gera ráð fyrir því áður en mætt er á svæðið ;);).
Í gær mánudag var svo dumbungsveður og notaði ég tækifærið og skipti um olíu á hjólinu, við það fékk ég ágætisaðstoð frá Hjördísi en hún var liðtæk á skrallinu og fljót að kippa hlífðarpönnunni undan mótornum og koma henni svo undir eftir skiptin.
Gærkvöldinu eyddi ég svo í hjólatúr með Bjarka Fannari, hann var ekki lítið glaður með það, við hjóluðum út um allan bæ og margt bar fyrir augu, eftir hjólatúrinn fylgdi ég grislingnum heim, þakkaði honum fyrir túrinn og bauð góða nótt. “Kemurðu ekki aftur á morgun?” Var það síðasta sem hann sagði þegar hann datt inn úr dyrunum heima hjá sér :).
Og þar með hafið þið það.
Köttur úti í mýri, settu upp á sig stýri, úti er ævintýri.
Ummæli